Erlent

Óttast áhlaup uppreisnarmanna

Íbúar í bænum Mopti í Malí hafa gripið til vopna og búið sig undir áhlaup íslamskra uppreisnarmanna.

Þessi 120 þúsund manna bær með blómlegum ferðamannaiðnaði er einungis fimmtíu kílómetrum frá borginni Konna, sem vígamenn tengdir Al Kaída náðu á sitt vald 10. janúar.

Árásin á Konna varð til þess að Frakkar, fyrrverandi nýlenduherrar Malí, gripu inn í með loftárásum og nú hefur sljákkað mjög í uppreisnaröflunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×