Lífið

Bensínlaus ÓB-maður

Jóhann Alfreð í hlutverki Óttars Bender.
Jóhann Alfreð í hlutverki Óttars Bender.
Grínistarnir úr Mið-Íslandi, þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Björn Bragi Arnarsson, komust í hann krappan í gær þegar bíllinn þeirra varð bensínlaus á miðri Hringbrautinni, með öllum þeim vandræðagangi sem því fylgdi. Óhappið var grátbroslegt í ljósi þess að Jóhann Alfreð gerði garðinn frægan fyrir túlkun sína á Óttari Bender í bensínauglýsingum fyrir ÓB. Hann hefði því kannski átt að vita betur áður en hann lagði af stað með tóman bensíntank í þessa örlagaríku bílferð. Ekki fylgir sögunni hvort hann leitaði að næstu ÓB-stöð eftir meira bensíni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.