Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júlí 2013 19:04 Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður. Stokkseyrarmálið Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira