Hafnar 50 lögum fyrir næstu plötu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 25. júlí 2013 13:01 Beyoncé er kröfuhörð þegar það kemur að lagavali. Beyoncé ákvað að hafna 50 lögum sem samin höfðu verið fyrir fimmtu plötu hennar og byrja algjörlega upp á nýtt. Upptökustjórar Colombia Records vonuðust til þess að plata söngkonunnar yrði klár í byrjun sumars en óttast þeir nú að nýja efnið verði ekki klárt fyrr en á næsta ári. Margir þekktir lagahöfundar voru búnir að semja lög fyrir söngkonuna en þar má meðal annars nefna The-Dream, Ryan Tedder, Sia og Diane Warren. Beyoncé ákvað hins vegar að henda öllu efninu og byrja upp á nýtt. Beyoncé nýtur gríðarlegra vinsælda um heim allan en hún hefur undanfarið kynnt plötu sína "4" á tónleikaferðalagi víða um heim. Platan seldist hins vegar ekki vel í Bandaríkjunum en þar seldust aðeins 1,4 milljónir eintaka, sem þykir ekki gott fyrir söngkonu af þessari stærðargráðu. Talsmaður Beyoncé gaf það út í gær að söngkonan væri að vinna að nýju efni um þessar mundir en að aldrei hefði verið gengið frá neinum útgáfudegi plötunnar. Nánari umfjöllun má lesa inn á vefsíðu The Guardian. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Beyoncé ákvað að hafna 50 lögum sem samin höfðu verið fyrir fimmtu plötu hennar og byrja algjörlega upp á nýtt. Upptökustjórar Colombia Records vonuðust til þess að plata söngkonunnar yrði klár í byrjun sumars en óttast þeir nú að nýja efnið verði ekki klárt fyrr en á næsta ári. Margir þekktir lagahöfundar voru búnir að semja lög fyrir söngkonuna en þar má meðal annars nefna The-Dream, Ryan Tedder, Sia og Diane Warren. Beyoncé ákvað hins vegar að henda öllu efninu og byrja upp á nýtt. Beyoncé nýtur gríðarlegra vinsælda um heim allan en hún hefur undanfarið kynnt plötu sína "4" á tónleikaferðalagi víða um heim. Platan seldist hins vegar ekki vel í Bandaríkjunum en þar seldust aðeins 1,4 milljónir eintaka, sem þykir ekki gott fyrir söngkonu af þessari stærðargráðu. Talsmaður Beyoncé gaf það út í gær að söngkonan væri að vinna að nýju efni um þessar mundir en að aldrei hefði verið gengið frá neinum útgáfudegi plötunnar. Nánari umfjöllun má lesa inn á vefsíðu The Guardian.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira