Hollvinir gagnrýna útvarpsstjóra Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2013 09:42 Hollvinir ríkisútvarpsins eru ósáttir við Pál auk þess sem þeir telja pólitísk öfl reyna að eyðileggja stofnunina. Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira