Hollvinir gagnrýna útvarpsstjóra Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2013 09:42 Hollvinir ríkisútvarpsins eru ósáttir við Pál auk þess sem þeir telja pólitísk öfl reyna að eyðileggja stofnunina. Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira