„Við vorum bara að mótmæla mosku þarna“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. nóvember 2013 11:32 Óskar segir að með verknaðinum hafi þeir verið að „óhelga lóðina“. Facebook /Vilhelm Einn þeirra sem dreifðu svínshausum, blóði og blaðsíðum úr Kóraninum á lóð Félags múslima á Íslandi í fyrradag, segist hafa verið enn á lóðinni þegar lögregla kom á vettvang. Hann segir að tuttugu manna hópur standi á bak við verknaðinn, sem hann kallar gjörning, en fjórir úr hópnum hafi mætt á staðinn og dreift hausunum. Í samtali við Vísi játar maðurinn, Óskar Bjarnason, sem búsettur er í Svíþjóð, verknaðinn en dregur síðan úr hlutdeild sinni.Mér var tjáð að þú hefðir hringt inn á Útvarp Sögu í fyrradag og sagst hafa dreift svínshausunum á moskulóðina. Getur þetta passað? „Já.“Hvers vegna ákveður þú að gera þetta? „Þetta er bara gjörningur. Við vorum bara að mótmæla mosku þarna.“Voruð þið fleiri? „Já já, fjórir. Þrír menn sem gerðu þetta. Ég gerði þetta ekki sjálfur, ég var bara viðstaddur þarna.“ Óskar segir að með verknaðinum hafi þeir verið að „óhelga lóðina“ og nefnir dæmi um sambærileg dæmi í Skandinavíu. „Þetta gerðist víst í gær í Stokkhólmi. Þeir brjóta rúður í moskunum og henda þessu inn þar en við erum ekki svo róttækir á Íslandi.En þetta er engu að síður lögbrot og lögreglan er með málið í rannsókn. „Þá verða þeir bara að rannsaka það.“Hluta sönnunargagnanna var hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum.mynd/vilhelmHorfði á lögreglumennina Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag var hluta sönnunargagnanna hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ sagði Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Óskar segist hafa verið enn á svæðinu þegar lögreglu bar að. „Ég bara stóð þarna og horfði á þá,“ segir Óskar, en lögreglumennirnir höfðu ekki afskipti af honum. Sama dag var Óskar í viðtali á Útvarpi Sögu og viðurkenndi að hafa verið að verki. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hún telji að skilgreina eigi verknaðinn sem hatursglæp.Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Óskar segir tuttugu manna hóp standa á bak við verknaðinn.mynd/vilhelm„Þeir haga sér eins og skepnur“Óskar segir að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslimar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrlega bara herstöðvar. Þeir hópa sig saman og þeir nauðga konum í Svíþjóð og víðar. Íslam segir þeim að þeir eigi að nauðga. Sænsk kona, hún er hóra. Þeir haga sér alveg eins og skepnur, eins og þú sérð á miðlunum í Svíþjóð og Noregi.“ Hann segir múslima vilja banna krossinn í fána Svíþjóðar því þeir telji hann vera ögrun gegn þeim. „Norskar sjónvarpskonur mega ekki hafa kross lengur á hálsinum í fréttatíma. Það er búið að banna svínalifrarkæfu í skólum í Danmörku því það eru múslimskir krakkar þar. Þeir ætla að taka yfir heiminn og þetta eru bara mótmæli gegn því.“En nú hafa þeir verið hér um nokkuð skeið í öðru húsnæði. „Já, en nú er fólk að vakna til lífsins hér á Íslandi.“Telur þú að starfsemi þeirra muni að einhverju leyti breytast ef þeir skipta um húsnæði? „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast. Það er það sem þeir gera og eru búnir að gera Í Svíþjóð. Þeir voru í litlum kytrum áður, en þegar moskurnar komu fór þetta allt að breytast.“ Róttæk samtök hátt settra manna Óskar telur að enginn úr hópi fjórmenninganna vilji koma fram undir nafni, að honum undanskildum. „Nei það held ég ekki. Enginn úr tuttugu manna hópnum. Þetta eru allt saman hátt settir menn hérna í borginni, ég get sagt þér það strax.Eru þetta samtök? „Samtök? Ja, þeir eru allavega búnir að koma sér saman um það að það verði ekki byggð moska hérna.“ Óskar segir að ekki sé um sama hóp að ræða og stendur á bak við síðuna Mótmælum mosku á Íslandi. „Nei, þetta er miklu róttækari hópur.“Hversu róttækur? „Ég veit það ekki, þeir segjast allavega ætla að halda áfram. Ég er að fara úr landi, ég bý ekkert hérna. Ég er bara í heimsókn.“ Frétt Stöðvar 2 um málið, 27. nóvember s.l. Tengdar fréttir Hatursáróður í Sogamýri „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. 27. nóvember 2013 20:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Einn þeirra sem dreifðu svínshausum, blóði og blaðsíðum úr Kóraninum á lóð Félags múslima á Íslandi í fyrradag, segist hafa verið enn á lóðinni þegar lögregla kom á vettvang. Hann segir að tuttugu manna hópur standi á bak við verknaðinn, sem hann kallar gjörning, en fjórir úr hópnum hafi mætt á staðinn og dreift hausunum. Í samtali við Vísi játar maðurinn, Óskar Bjarnason, sem búsettur er í Svíþjóð, verknaðinn en dregur síðan úr hlutdeild sinni.Mér var tjáð að þú hefðir hringt inn á Útvarp Sögu í fyrradag og sagst hafa dreift svínshausunum á moskulóðina. Getur þetta passað? „Já.“Hvers vegna ákveður þú að gera þetta? „Þetta er bara gjörningur. Við vorum bara að mótmæla mosku þarna.“Voruð þið fleiri? „Já já, fjórir. Þrír menn sem gerðu þetta. Ég gerði þetta ekki sjálfur, ég var bara viðstaddur þarna.“ Óskar segir að með verknaðinum hafi þeir verið að „óhelga lóðina“ og nefnir dæmi um sambærileg dæmi í Skandinavíu. „Þetta gerðist víst í gær í Stokkhólmi. Þeir brjóta rúður í moskunum og henda þessu inn þar en við erum ekki svo róttækir á Íslandi.En þetta er engu að síður lögbrot og lögreglan er með málið í rannsókn. „Þá verða þeir bara að rannsaka það.“Hluta sönnunargagnanna var hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum.mynd/vilhelmHorfði á lögreglumennina Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag var hluta sönnunargagnanna hent í ruslið af starfsmönnum borgarinnar, þar á meðal þremur svínshausum og blóði drifnum blaðsíðum úr Kóraninum. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ sagði Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Óskar segist hafa verið enn á svæðinu þegar lögreglu bar að. „Ég bara stóð þarna og horfði á þá,“ segir Óskar, en lögreglumennirnir höfðu ekki afskipti af honum. Sama dag var Óskar í viðtali á Útvarpi Sögu og viðurkenndi að hafa verið að verki. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hún telji að skilgreina eigi verknaðinn sem hatursglæp.Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Óskar segir tuttugu manna hóp standa á bak við verknaðinn.mynd/vilhelm„Þeir haga sér eins og skepnur“Óskar segir að með byggingu moskunnar í Sogamýri séu múslimar á Íslandi komnir með herstöð. „Þetta er bara hótun gegn heiminum. Síðan þeir fengu moskur í Svíþjóð til dæmis, þá hafa þeir byrjað að hópa sig saman því þetta eru náttúrlega bara herstöðvar. Þeir hópa sig saman og þeir nauðga konum í Svíþjóð og víðar. Íslam segir þeim að þeir eigi að nauðga. Sænsk kona, hún er hóra. Þeir haga sér alveg eins og skepnur, eins og þú sérð á miðlunum í Svíþjóð og Noregi.“ Hann segir múslima vilja banna krossinn í fána Svíþjóðar því þeir telji hann vera ögrun gegn þeim. „Norskar sjónvarpskonur mega ekki hafa kross lengur á hálsinum í fréttatíma. Það er búið að banna svínalifrarkæfu í skólum í Danmörku því það eru múslimskir krakkar þar. Þeir ætla að taka yfir heiminn og þetta eru bara mótmæli gegn því.“En nú hafa þeir verið hér um nokkuð skeið í öðru húsnæði. „Já, en nú er fólk að vakna til lífsins hér á Íslandi.“Telur þú að starfsemi þeirra muni að einhverju leyti breytast ef þeir skipta um húsnæði? „Já, þegar stór moska kemur þá er þetta bara herstöð. Þar koma skipanir frá og þá fara þeir að ná sér betur saman og sameinast. Það er það sem þeir gera og eru búnir að gera Í Svíþjóð. Þeir voru í litlum kytrum áður, en þegar moskurnar komu fór þetta allt að breytast.“ Róttæk samtök hátt settra manna Óskar telur að enginn úr hópi fjórmenninganna vilji koma fram undir nafni, að honum undanskildum. „Nei það held ég ekki. Enginn úr tuttugu manna hópnum. Þetta eru allt saman hátt settir menn hérna í borginni, ég get sagt þér það strax.Eru þetta samtök? „Samtök? Ja, þeir eru allavega búnir að koma sér saman um það að það verði ekki byggð moska hérna.“ Óskar segir að ekki sé um sama hóp að ræða og stendur á bak við síðuna Mótmælum mosku á Íslandi. „Nei, þetta er miklu róttækari hópur.“Hversu róttækur? „Ég veit það ekki, þeir segjast allavega ætla að halda áfram. Ég er að fara úr landi, ég bý ekkert hérna. Ég er bara í heimsókn.“ Frétt Stöðvar 2 um málið, 27. nóvember s.l.
Tengdar fréttir Hatursáróður í Sogamýri „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. 27. nóvember 2013 20:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hatursáróður í Sogamýri „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. 27. nóvember 2013 20:00