Engin alvarleg pnumókokkasýking eftir bólusetningu LVP skrifar 9. júní 2013 18:30 Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. Í apríl 2011 var byrjað að bólusetja öll börn hér á landi gegn pneumókokkum. Það eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum, sérstaklega hjá ungum börnum. Börn eru bólsett þrisvar á fyrsta aldursárinu gegn pnumókokkum en algengustu sýkingarnar sem að bakterían veldur eru þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungabólgur. Áður en að almenn bólusetning gegn bakteríunni hófst greindust árlega hér á landi 11 börn með alvarlegar sýkingar af völdum hennar, það er annað hvort heilahimnubólgu eða blóðsýkingu. Nú tveimur árum síðar hefur breyting orðið þar á. „Það eru ekki alveg komnar niðurstöður um það hver árangurinn er í raun og veru en það er þó ánægjulegt að segja frá því að ekkert barn greindist í fyrra með alvarlega sýkingu af völdum pneumókokka,“ segir Þórólfur Guðnason yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Hann segir það vera í fyrsta sinn svo hann reki minni til. Þórólfur segir ekki hægt að svara því að svo stöddu hvort það takist að draga úr sýklalyfjanotkun með bólusetningunni. Vonast er til að með bólusetningunni takist að draga hana saman um fjórðung hjá börnum undir fimm ára. Flestir foreldrar hafa nýtt sér bólusetninguna eftir að hún var tekin upp. Þannig voru ríflega 90% þeirra barna sem fæddust árið 2011 bólusett gegn pneumókkum. „Við gefum þetta samhliða annarri bólusetningu þannig að yfirleitt eru tvær sprautur bara gefnar samtímis og ég man ekki eftir neinum sem hefur hafnað henni,“ segir Sigrún Kristín Barkardóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Glæsibæ. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. Í apríl 2011 var byrjað að bólusetja öll börn hér á landi gegn pneumókokkum. Það eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum, sérstaklega hjá ungum börnum. Börn eru bólsett þrisvar á fyrsta aldursárinu gegn pnumókokkum en algengustu sýkingarnar sem að bakterían veldur eru þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungabólgur. Áður en að almenn bólusetning gegn bakteríunni hófst greindust árlega hér á landi 11 börn með alvarlegar sýkingar af völdum hennar, það er annað hvort heilahimnubólgu eða blóðsýkingu. Nú tveimur árum síðar hefur breyting orðið þar á. „Það eru ekki alveg komnar niðurstöður um það hver árangurinn er í raun og veru en það er þó ánægjulegt að segja frá því að ekkert barn greindist í fyrra með alvarlega sýkingu af völdum pneumókokka,“ segir Þórólfur Guðnason yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Hann segir það vera í fyrsta sinn svo hann reki minni til. Þórólfur segir ekki hægt að svara því að svo stöddu hvort það takist að draga úr sýklalyfjanotkun með bólusetningunni. Vonast er til að með bólusetningunni takist að draga hana saman um fjórðung hjá börnum undir fimm ára. Flestir foreldrar hafa nýtt sér bólusetninguna eftir að hún var tekin upp. Þannig voru ríflega 90% þeirra barna sem fæddust árið 2011 bólusett gegn pneumókkum. „Við gefum þetta samhliða annarri bólusetningu þannig að yfirleitt eru tvær sprautur bara gefnar samtímis og ég man ekki eftir neinum sem hefur hafnað henni,“ segir Sigrún Kristín Barkardóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Glæsibæ.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira