Leyndarmálið á bak við magavöðva Margrétar Gnarr Ellý Ármanns skrifar 14. ágúst 2013 13:45 Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning með meiru undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsmeistarmót í fitness sem fram fer í Úkraínu eftir mánuð. Hún fræðir okkur um stinna magavöðvana eða öllu heldur grjótharðansix-pakkann.Mynd/sveinbi súperÞað eru allir með six-pakk Hvert er leyndarmálið á bak við magavöðvana þína, sixpakkann eða þvottabrettið? „Það eru allir með six-pakk en margir eru með smá bumbu sem felur vöðvana en til að tækla kviðfituna skiptir mataræðið gífurlega miklu máli. Kviðæfingar og brennsla hjálpa líka en þú þarft ekki að gera hundrað kviðæfingar á dag. Það er nóg að taka kviðæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku og skipta hverri æfingu niður í sett og endurtekningar," svarar Margrét.Planki uppáhalds kviðæfingin „Uppáhalds kviðæfingin mín er planki í róðravél. Ég geri fimmtán endurtekningar og þrjú til fjögur sett. Ég mæli með því að fólk hafi samband við þjálfara sem býður upp á einkaþjálfun eða fjarþjálfun. Hann mun gera æfingaplan og ráðleggja fólki með mataræðið," segir Margrét en æfinguna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Hér er instagram mynd af grjóthörðu þvottabretti Margrétar.Heimsmeistarmót framundan „Ég stefni á IFBB heimsmeistaramót kvenna eftir um fjórar vikur. Mótið verður haldið í Kiev í Úkraínu. Ég fer ásamt þremur öðrum gullfallegum stelpum; þær heita Karen Lind, Olga Helen og Auður Jóna, en þær hafa allar náð frábærum árangri hérlendis," segir Margrét þegar talið berst að undirbúningnum fyrir heimsmeistarmótið.Gekk ekki vel í fyrra„Ég keppti á þessu móti í fyrra og það gekk ekkert alltof vel þar sem ég var með of mikinn vöðvamassa og alls ekki nógu skorin. Ég fékk þó mjög góða reynslu á þessu móti og vissi eftir það hvernig ég ætti að mæta til leiks að ári liðnu," segir hún. „Stelpurnar frá austur Evrópu eru að pakka saman öllum stórmótunum en eru þær mikið fíngerðari en við erum vanar að sjá hér heima." „Ég tók mér nokkra mánaða pásu frá fitness keppnum til að vinna að því að ná þessu fíngerða looki Ég vildi ekki reyna að ná því á of skömmum tíma því það er alls ekki hollt fyrir líkamann. Ég tók mér góðan tíma og ég er mjög ánægð með að hafa gert það því í dag er ég með mikið fíngerðara look og er skornari en ég var á mótsdegi í fyrra. Mér líður vel líkamlega og andlega sem skiptir mig mjög miklu máli."Stórglæsileg vægast sagt.Vika hjá Margréti „Ég lyfti sex daga vikunnar og tek auka brennslur þrisvar í viku. Venjuleg lyftingaæfing byrjar á 10-15 mínútna upphitun. Ég lyfti svo í sirka klukkutíma og tek 20 mínútna brennslu í lokin. Jóhann Norðfjörð þjálfarinn minn sér um mín æfingaprógröm. Svona er skiptingin á mínu æfingaprógrami:" Mánudagur - axlir,tvíhöfði og þríhöfði. Þriðjudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Miðvikudagur - brjóst,bak og kviður. Fimmtudagur - tvíhöfði,þríhöfði,axlir og kviður. Föstudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Laugardagur - bak og brjóst. Sunnudagur - hvíld.Býður upp á fjarþjálfun „Ég sjálf býð uppá fjarþjálfun og tek að mér bæði stelpur sem vilja keppa í fitness og stelpur eða konur sem vilja komast í betra form og öðlast heilbrigðari lífsstíl," segir Margrét Edda að lokum. Hægt er að lesa allt um þjálfun Margrétar hér: https://mgnarrthjalfun.blogspot.com Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning með meiru undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsmeistarmót í fitness sem fram fer í Úkraínu eftir mánuð. Hún fræðir okkur um stinna magavöðvana eða öllu heldur grjótharðansix-pakkann.Mynd/sveinbi súperÞað eru allir með six-pakk Hvert er leyndarmálið á bak við magavöðvana þína, sixpakkann eða þvottabrettið? „Það eru allir með six-pakk en margir eru með smá bumbu sem felur vöðvana en til að tækla kviðfituna skiptir mataræðið gífurlega miklu máli. Kviðæfingar og brennsla hjálpa líka en þú þarft ekki að gera hundrað kviðæfingar á dag. Það er nóg að taka kviðæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku og skipta hverri æfingu niður í sett og endurtekningar," svarar Margrét.Planki uppáhalds kviðæfingin „Uppáhalds kviðæfingin mín er planki í róðravél. Ég geri fimmtán endurtekningar og þrjú til fjögur sett. Ég mæli með því að fólk hafi samband við þjálfara sem býður upp á einkaþjálfun eða fjarþjálfun. Hann mun gera æfingaplan og ráðleggja fólki með mataræðið," segir Margrét en æfinguna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Hér er instagram mynd af grjóthörðu þvottabretti Margrétar.Heimsmeistarmót framundan „Ég stefni á IFBB heimsmeistaramót kvenna eftir um fjórar vikur. Mótið verður haldið í Kiev í Úkraínu. Ég fer ásamt þremur öðrum gullfallegum stelpum; þær heita Karen Lind, Olga Helen og Auður Jóna, en þær hafa allar náð frábærum árangri hérlendis," segir Margrét þegar talið berst að undirbúningnum fyrir heimsmeistarmótið.Gekk ekki vel í fyrra„Ég keppti á þessu móti í fyrra og það gekk ekkert alltof vel þar sem ég var með of mikinn vöðvamassa og alls ekki nógu skorin. Ég fékk þó mjög góða reynslu á þessu móti og vissi eftir það hvernig ég ætti að mæta til leiks að ári liðnu," segir hún. „Stelpurnar frá austur Evrópu eru að pakka saman öllum stórmótunum en eru þær mikið fíngerðari en við erum vanar að sjá hér heima." „Ég tók mér nokkra mánaða pásu frá fitness keppnum til að vinna að því að ná þessu fíngerða looki Ég vildi ekki reyna að ná því á of skömmum tíma því það er alls ekki hollt fyrir líkamann. Ég tók mér góðan tíma og ég er mjög ánægð með að hafa gert það því í dag er ég með mikið fíngerðara look og er skornari en ég var á mótsdegi í fyrra. Mér líður vel líkamlega og andlega sem skiptir mig mjög miklu máli."Stórglæsileg vægast sagt.Vika hjá Margréti „Ég lyfti sex daga vikunnar og tek auka brennslur þrisvar í viku. Venjuleg lyftingaæfing byrjar á 10-15 mínútna upphitun. Ég lyfti svo í sirka klukkutíma og tek 20 mínútna brennslu í lokin. Jóhann Norðfjörð þjálfarinn minn sér um mín æfingaprógröm. Svona er skiptingin á mínu æfingaprógrami:" Mánudagur - axlir,tvíhöfði og þríhöfði. Þriðjudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Miðvikudagur - brjóst,bak og kviður. Fimmtudagur - tvíhöfði,þríhöfði,axlir og kviður. Föstudagur - fætur,rass,kálfar og kviður. Laugardagur - bak og brjóst. Sunnudagur - hvíld.Býður upp á fjarþjálfun „Ég sjálf býð uppá fjarþjálfun og tek að mér bæði stelpur sem vilja keppa í fitness og stelpur eða konur sem vilja komast í betra form og öðlast heilbrigðari lífsstíl," segir Margrét Edda að lokum. Hægt er að lesa allt um þjálfun Margrétar hér: https://mgnarrthjalfun.blogspot.com
Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira