Brot úr millimetra er býsna stór eining Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:00 Guðlaugur er kunnari sem rithöfundur en myndlistarmaður. Nú fæst hann við nýja list. Fréttablaðið/Vilhelm Guðlaugur Arason rithöfundur einbeitir sér að gerð agnarsmárra bóka, álfabóka, og opnar í dag sýningu á þeirri list í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Guðlaugur er að sviðsetja heilt bókaherbergi með örsmáum bókum í sal inn af Bókasafni Seltjarnarness að morgni dags. Hann kveðst yfirleitt byrjaður að vinna um fimm leytið. „Það er arfur frá því ég var á sjónum í gamla daga,“ segir hann. Þá tegund myndlistar sem álfabókagerðin er hefur hann fengist við í þrjú ár og kveðst hafa orðið heltekinn af henni þegar hann byrjaði. Hafði hann einhverja fyrirmynd? „Nei, ég hef aldrei séð neitt líkt en um leið og ég fékk hugmyndina hefur örugglega einhver fengið sams konar hugmynd í Japan eða annars staðar í heiminum,“ svarar hann.Í þessari smágerðu hillu er margt kunnuglegra bóka.„Aðferðin er samsafn af því sem ég hef sankað að sér í reynslu gegnum árin. Ég hef alltaf verið að fást við bækur í einhverju formi, skera út bækur, smíða bækur, mála bækur, teikna bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þessi verk, viðeigandi efni og rétt hlutföll og ég er búinn að fara í marga hringi. Þetta er smíði, málun og útskurður og mikil nákvæmnisvinna. Brot úr millimetra er býsna stór eining. En ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum, þegar tölvurnar voru frumstæðari en í dag.“ Guðlaugur er fæddur og uppalinn á Dalvík og er nýlega sestur að á höfuðborgarsvæðinu eftir um hálfrar aldar búsetu í Danmörku, Sviss og Finnlandi. Hvað kom til að hann flutti á Frónið aftur? „Nú, heldurðu það sé ekki fyrir kvenfólkið? Málið er að kona mín vann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en var kölluð heim og ég fylgdi með. Nú er ég orðinn „vitavörður á Dalatanga“ í Mosfellsbæ og kann ljómandi vel við mig.“Sýningin í Eiðisskeri verður opnuð í dag klukkan fimm, boðið er upp á kaffi og álfakleinur að norðan. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðlaugur Arason rithöfundur einbeitir sér að gerð agnarsmárra bóka, álfabóka, og opnar í dag sýningu á þeirri list í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Guðlaugur er að sviðsetja heilt bókaherbergi með örsmáum bókum í sal inn af Bókasafni Seltjarnarness að morgni dags. Hann kveðst yfirleitt byrjaður að vinna um fimm leytið. „Það er arfur frá því ég var á sjónum í gamla daga,“ segir hann. Þá tegund myndlistar sem álfabókagerðin er hefur hann fengist við í þrjú ár og kveðst hafa orðið heltekinn af henni þegar hann byrjaði. Hafði hann einhverja fyrirmynd? „Nei, ég hef aldrei séð neitt líkt en um leið og ég fékk hugmyndina hefur örugglega einhver fengið sams konar hugmynd í Japan eða annars staðar í heiminum,“ svarar hann.Í þessari smágerðu hillu er margt kunnuglegra bóka.„Aðferðin er samsafn af því sem ég hef sankað að sér í reynslu gegnum árin. Ég hef alltaf verið að fást við bækur í einhverju formi, skera út bækur, smíða bækur, mála bækur, teikna bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þessi verk, viðeigandi efni og rétt hlutföll og ég er búinn að fara í marga hringi. Þetta er smíði, málun og útskurður og mikil nákvæmnisvinna. Brot úr millimetra er býsna stór eining. En ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum, þegar tölvurnar voru frumstæðari en í dag.“ Guðlaugur er fæddur og uppalinn á Dalvík og er nýlega sestur að á höfuðborgarsvæðinu eftir um hálfrar aldar búsetu í Danmörku, Sviss og Finnlandi. Hvað kom til að hann flutti á Frónið aftur? „Nú, heldurðu það sé ekki fyrir kvenfólkið? Málið er að kona mín vann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en var kölluð heim og ég fylgdi með. Nú er ég orðinn „vitavörður á Dalatanga“ í Mosfellsbæ og kann ljómandi vel við mig.“Sýningin í Eiðisskeri verður opnuð í dag klukkan fimm, boðið er upp á kaffi og álfakleinur að norðan.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira