Líklegra að brotið sé á fötluðum konum Sunna Valgerðardóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Manninum sem var kærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu í Kópavogi var sagt upp störfum hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi eftir að málið komst upp. Fatlaðar konur eiga frekar á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrar konur. Nýleg sænsk rannsókn sýnir að þrisvar sinnum líklegra sé að þroskaheftar konur verði fyrir slíkum brotum, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku hérlendis þótt vísbendingar bendi í svipaða átt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt á veg komin með að rannsaka nauðgun á fatlaðri konu í Kópavogi um miðjan mars síðastliðinn. Bílstjóri konunnar, maður á fimmtugsaldri, var kærður fyrir brotið og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin átti sér stað í bíl á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og hefur maðurinn verið leystur frá störfum. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu en öllum starfsmönnum er skylt að framvísa sakavottorði til Kópavogsbæjar áður en þeir eru ráðnir. Ekki er hægt að fá uppgefið hvort maðurinn hafi gengist við glæpnum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir manninum hafa verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann segir að brot sem þessi séu ekki algeng en þau komi vissulega fyrir eins og hjá öðrum. Spurður hvort hann telji líklegt að maðurinn verði ákærður segir hann það vera alfarið í höndum ákæruvaldsins. Gunnar Torfason, yfirmaður Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi, segir þetta vera í fyrsta sinn sem svona mál komi upp innan stofnunarinnar. „Það verður klárlega farið yfir málin,“ segir hann. „Það er búið að ræða þetta og við erum að skoða þetta.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt. „Maðurinn var boðaður til skýrslutöku og búið. Ég veit ekkert um aðstæður eða neitt slíkt. Ég veit bara ekkert um þetta mál,“ segir hann. Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra í Kópavogi, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í félagsmálastjóra. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Fatlaðar konur eiga frekar á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrar konur. Nýleg sænsk rannsókn sýnir að þrisvar sinnum líklegra sé að þroskaheftar konur verði fyrir slíkum brotum, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku hérlendis þótt vísbendingar bendi í svipaða átt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt á veg komin með að rannsaka nauðgun á fatlaðri konu í Kópavogi um miðjan mars síðastliðinn. Bílstjóri konunnar, maður á fimmtugsaldri, var kærður fyrir brotið og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin átti sér stað í bíl á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og hefur maðurinn verið leystur frá störfum. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu en öllum starfsmönnum er skylt að framvísa sakavottorði til Kópavogsbæjar áður en þeir eru ráðnir. Ekki er hægt að fá uppgefið hvort maðurinn hafi gengist við glæpnum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir manninum hafa verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann segir að brot sem þessi séu ekki algeng en þau komi vissulega fyrir eins og hjá öðrum. Spurður hvort hann telji líklegt að maðurinn verði ákærður segir hann það vera alfarið í höndum ákæruvaldsins. Gunnar Torfason, yfirmaður Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi, segir þetta vera í fyrsta sinn sem svona mál komi upp innan stofnunarinnar. „Það verður klárlega farið yfir málin,“ segir hann. „Það er búið að ræða þetta og við erum að skoða þetta.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt. „Maðurinn var boðaður til skýrslutöku og búið. Ég veit ekkert um aðstæður eða neitt slíkt. Ég veit bara ekkert um þetta mál,“ segir hann. Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra í Kópavogi, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í félagsmálastjóra. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira