Dómkórinn flytur Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 12:00 Hildigunnur segist hafa haft sérlega gaman af því að takast á við Magnificat sem fjölmörg önnur tónskáld hafa samið tónlist við. Tónlistardögum Dómkirkjunnar lýkur á laugardaginn þegar Dómkórinn frumflytur glænýtt kórverk í tólf köflum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á tónleikum í Dómkirkjunni. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur og fleiri. „Þetta er Magnificat með texta beint úr Biblíunni og snýst um boðun Maríu,“ útskýrir Hildigunnur. „Þau komu til mín frá Dómkórnum fyrir um ári síðan og báðu mig að gera þetta og ég varð að sjálfsögðu við því. Þetta er kórverk án undirleiks og hægt að flytja kaflana hvern í sínu lagi þannig að þetta eru í raun tólf ný kirkjuleg verk.“ Hildigunnur segist oft hafa samið kirkjuleg tónverk áður, sem sé raunar dálítið skrítið þar sem hún sé trúlaus. „En það skiptir engu, ég vinn að þessu af heilindum og með opnum hug og fannst sérlega gaman að takast á við þetta verkefni. Það hafa mjög margir samið Magnificat og frægast er að sjálfsögðu verk Bachs. Þetta er nú ekki alveg jafnlangt og það en næstum því,“ segir Hildigunnur og hlær. Dómkórinn hefur í um 30 ár staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð og af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða organistann. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónlistardögum Dómkirkjunnar lýkur á laugardaginn þegar Dómkórinn frumflytur glænýtt kórverk í tólf köflum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á tónleikum í Dómkirkjunni. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur og fleiri. „Þetta er Magnificat með texta beint úr Biblíunni og snýst um boðun Maríu,“ útskýrir Hildigunnur. „Þau komu til mín frá Dómkórnum fyrir um ári síðan og báðu mig að gera þetta og ég varð að sjálfsögðu við því. Þetta er kórverk án undirleiks og hægt að flytja kaflana hvern í sínu lagi þannig að þetta eru í raun tólf ný kirkjuleg verk.“ Hildigunnur segist oft hafa samið kirkjuleg tónverk áður, sem sé raunar dálítið skrítið þar sem hún sé trúlaus. „En það skiptir engu, ég vinn að þessu af heilindum og með opnum hug og fannst sérlega gaman að takast á við þetta verkefni. Það hafa mjög margir samið Magnificat og frægast er að sjálfsögðu verk Bachs. Þetta er nú ekki alveg jafnlangt og það en næstum því,“ segir Hildigunnur og hlær. Dómkórinn hefur í um 30 ár staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð og af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða organistann. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira