Dómkórinn flytur Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 12:00 Hildigunnur segist hafa haft sérlega gaman af því að takast á við Magnificat sem fjölmörg önnur tónskáld hafa samið tónlist við. Tónlistardögum Dómkirkjunnar lýkur á laugardaginn þegar Dómkórinn frumflytur glænýtt kórverk í tólf köflum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á tónleikum í Dómkirkjunni. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur og fleiri. „Þetta er Magnificat með texta beint úr Biblíunni og snýst um boðun Maríu,“ útskýrir Hildigunnur. „Þau komu til mín frá Dómkórnum fyrir um ári síðan og báðu mig að gera þetta og ég varð að sjálfsögðu við því. Þetta er kórverk án undirleiks og hægt að flytja kaflana hvern í sínu lagi þannig að þetta eru í raun tólf ný kirkjuleg verk.“ Hildigunnur segist oft hafa samið kirkjuleg tónverk áður, sem sé raunar dálítið skrítið þar sem hún sé trúlaus. „En það skiptir engu, ég vinn að þessu af heilindum og með opnum hug og fannst sérlega gaman að takast á við þetta verkefni. Það hafa mjög margir samið Magnificat og frægast er að sjálfsögðu verk Bachs. Þetta er nú ekki alveg jafnlangt og það en næstum því,“ segir Hildigunnur og hlær. Dómkórinn hefur í um 30 ár staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð og af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða organistann. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti. Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónlistardögum Dómkirkjunnar lýkur á laugardaginn þegar Dómkórinn frumflytur glænýtt kórverk í tólf köflum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á tónleikum í Dómkirkjunni. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur og fleiri. „Þetta er Magnificat með texta beint úr Biblíunni og snýst um boðun Maríu,“ útskýrir Hildigunnur. „Þau komu til mín frá Dómkórnum fyrir um ári síðan og báðu mig að gera þetta og ég varð að sjálfsögðu við því. Þetta er kórverk án undirleiks og hægt að flytja kaflana hvern í sínu lagi þannig að þetta eru í raun tólf ný kirkjuleg verk.“ Hildigunnur segist oft hafa samið kirkjuleg tónverk áður, sem sé raunar dálítið skrítið þar sem hún sé trúlaus. „En það skiptir engu, ég vinn að þessu af heilindum og með opnum hug og fannst sérlega gaman að takast á við þetta verkefni. Það hafa mjög margir samið Magnificat og frægast er að sjálfsögðu verk Bachs. Þetta er nú ekki alveg jafnlangt og það en næstum því,“ segir Hildigunnur og hlær. Dómkórinn hefur í um 30 ár staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð og af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða organistann. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti.
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira