„Hún hefði geta verið Hannah Montana til æviloka og þénað vel í því hlutverki, en hún er meiri listamaður en það. Hún vildi þroskast og vaxa,“ sagði Billy Ray Cyrus þegar Morgan spurði hann út í umdeilt myndband Miley Cyrus við lagið Wrecking Ball, en söngkonan kemur fram nakin í myndbandinu.
Söngvarinn sagði dóttur sína gáfaða, unga konu sem ekkert gerir í hugsunarleysi. „Hún elskar vinnu sína og er mjög metnaðargjörn. Það sem skiptir mig mestu máli sem föður, er að dóttir mín sé sátt,“ sagði Cyrus.