Freistar þess að finna lík í listaverk í Mexíkó Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. október 2013 09:00 Snorri Ásmundsson auglýsti eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum. Uppátækið olli miklu fjaðrafoki. MYND/SPESSI „Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó. Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó.
Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“