Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2013 14:11 Hafliði segir lögin gera almenningi illkleyft að ferðast víða, meðal annars í Þórsmörk. Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær. Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær.
Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00