Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Hafliði S. Magnússon skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun