Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Hafliði S. Magnússon skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. Mig langar að nefna nokkra vankanta á frumvarpinu: Í frumvarpinu er snúið á haus því almenna ákvæði laga að allt sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Þannig á að banna akstur um alla vegi og slóða nema þeir séu skráðir í viðeigandi gagnagrunn hjá Landmælingum Íslands. Væri þessi regla viðhöfð í núverandi gatnakerfi þyrfti við hver einustu gatnamót að vera skilti sem segði að aka mætti inn á viðkomandi götu en ekki eins og nú tíðkast að eingöngu er tilgreint ef götur eru lokaðar eða þar gildir einstefna. Þannig hefur það verið frá ómunatíð og gefist vel. Þetta gerir auðvitað kröfur um að þar sem er talin þörf á að takmarka umferð verður að merkja slíkt með skýrum hætti. Er það ekki þannig sem við viljum hafa það? Einfaldar reglur um hvað má og ekki má? Þórsmörk á bannsvæði? Í frumvarpinu eru einnig strangar reglur um akstur yfir vöð og vatnsföll. Samkvæmt þeim er t.d. ekki leyfilegt að aka niður eyrar við ár til að leita að góðu vaði. Þetta þýðir að nánast aldrei verður hægt að fara í Langadal eða Húsadal í Þórsmörk án þess að gerast brotlegur við lög þar sem vöðin yfir Krossá færast til og frá í ánni. Er þetta framtíðin sem við viljum? Í reglugerð með væntanlegum lögum er mun strangar kveðið á um hvenær leyft er að aka utanvega á snævi þakinni og frosinni jörð með nokkrum undantekningum. Hvernig vitum við hvort jörð sé frosin undir? Jöklar eru snævi þaktir en jörð undir þeim er ekki frosin. Til að brjóta ekki þetta ákvæði þarf einfaldlega að banna allan akstur á jöklum, m.a. með erlenda ferðamenn sem skila drjúgum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ég spyr aftur; er þetta það sem við viljum? Almannaréttur hefur fylgt íslenskri þjóð frá örófi alda, löngu áður en vélknúin ökutæki komu til sögunnar. Í þessu frumvarpi er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að í dag ferðumst við um landið á slíkum ökutækjum enda nokkuð liðið á annan áratug 21. aldar! Slík tæki eru ekki viðurkennd innan almannaréttarins og hlýtur hver maður að sjá rökvilluna í slíkri afstöðu og hvað það þýðir fyrir þær tugþúsundir Íslendinga sem vilja ferðast um frjálsir menn í frjálsu landi. Lög eða ólög? Að lokum þetta. Lög eiga að vera samkvæm sjálfum sér. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að almenningur geti framfylgt þeim án þess að vera með lögmann eða siglingafræðing sér til ráðuneytis. Lög mega heldur ekki vera svo flókin að ferðamenn þurfi að fara á kvíðastillandi lyf áður en land er lagt undir fót, hver sem ferðamátinn er eða í hvaða tilgangi farið er af stað. Ríki óvissa um túlkun laga er einbúið að þau gagnast ekki. Slík lög verða aldrei annað en ólög. Þannig hygg ég að fari fyrir nýjum náttúruverndarlögum verði þau samþykkt óbreytt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun