Uppstokkun á að hleypa lífi í miðbæinn á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2013 07:00 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, sem hér stendur á Kirkjubraut við Akratorg, segir auð hús í miðbænum hafa látið á sjá. Mynd/Sædís Alexía Sigurmundsdóttir „Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
„Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira