Dreymir um að starfa sem ljósmyndari Ása Ottesen skrifar 21. september 2013 08:00 Myndir eftir Huldu Vigdísardóttur eru til sýningar á lista- og menningarmiðstöðinni Angel Orensanz Foundation í New York. mynd/bragi kort „Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum. Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
„Ég hef tekið myndir frá því að ég man eftir mér. Amma gaf mér litla, gula filmuvél þegar ég var lítil og eftir það var allt fest á filmu. Ég tók myndir af öllu: fólki, dýrum, fötum og hlutum,“ segir hin nítján ára gamla Hulda Vigdísardóttir, en myndir sem hún tók voru valdar á sýningu sem fer fram um þessar mundir í Angel Orensanz Foundation í New York. Hulda var stödd í lest á Interrail-ferðalagi í sumar þegar hún fékk fregnir af því að myndirnar hefðu verið valdar á sýninguna. „Ég hafði sent ljósmyndir á netsíðuna See Mee, sem hjálpar listafólki að koma sér á framfæri, og sá að myndirnar mínar höfðu verið valdar til sýningar í New York.“ Spurð hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir hana sem ljósmyndara, segir hún að þetta sé henni mikill heiður. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri trú á sjálfri mér því mér finnst fátt skemmtilegra en að geta búið til mína eigin veröld og sagt sögu með myndunum mínum.“ Þjár myndir eftir Huldu eru á sýningunni og segir hún myndirnar í sérstöku uppáhaldi. „Ég tók eina út í Kambódíu af lítilli stelpu kom hlaupandi til mín með systkinum sínum. Ég fór að tala við krakkana og tók svo nokkrar myndir af þeim. Þau voru öll svo sæt og þessi mynd er af yngstu stelpunni. Hinar tvær tók ég heima fyrir Skinfaxa sem er árbók Menntaskólans í Reykjavík,“ útskýrir hún. Hulda stundar þýsku- og íslenskunám við Háskóla Íslands. Draumurinn er þó að flytja til útlanda og læra ljósmyndun eða annað listnám. „Ég á svo marga framtíðardrauma. Ég elska að ferðast og langar mest að vinna við eitthvað þar sem ég hef tækifæri til að ferðast mikið, en ætli stærsti draumurinn sé ekki að starfa sem ljósmyndari,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira