Einar Boom fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2013 15:08 Einar Ingi Marteinsson fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent