Einar Boom vill fá afsökunarbeiðni 31. janúar 2013 17:25 Einar Boom Marteinsson þegar hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári. „Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira