Hrós handa ófrískum konum Sigga Dögg skrifar 23. maí 2013 12:45 Nordicphotos/getty „Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg. Sigga Dögg Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg.
Sigga Dögg Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein