Flugvél tilbúin til að flytja Snowden til Íslands 20. júní 2013 19:07 Þota í eigu fyrirtækis í Kína hefur verið tekin á leigu af aðilum tengdum Wikileaks til að flytja uppljóstrarann, Edward Snowden til Íslands. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðherra um hvort Snowden fái pólitískt hæli hérlendis. "Allt til reiðu hjá okkur og vélin gæti farið í loftið á morgun", segir fulltrúi frá Wikileaks. Edward Snowden er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann komst nýverið í heimsfréttirnar eftir að hafa upplýsti fjölmiðla um umfangsmiklar netnjósnir bandarískra yfirvalda. Í gegnum Kristinn Hrafnsson, talsmanns Wikileaks, lýsti Snowden yfir áhuga á að fá pólitískt hæli á Íslandi. Ef innanríkisráðherra tekur jákvætt í beiðni Snowden er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til Íslands á næstu dögum."Við erum í raun og veru bara búnir að því sem þarf að gera okkar megin. Það er búið að útvega flugvél og öll "logistic" eru klár. Nú bíðum við bara eftir því hvað ríkisstjórnin vill gera", segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, fulltrúi Wikileaks og stofnandi DataCell. Það kostar minnst 40 milljónir króna að flytja Snowden til Íslands, þar af er beinn kostnaður vegna þotunnar 30 milljónir. Framtakið er fjármagnað með framlögum einstaklinga en Wikileaks hefur milligöngu um málið. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðuneytinu um hvort Snowden fái hér pólitískt hæli. Ólafur Vignir segir ólíklegt er að Snowden komi til landsins áður en jákvæð svör berast þaðan. "Nei, ég held að það sé bara kjánalegt að fara með manninn hingað ef hann verður framseldur um leið til Bandaríkjanna. Þá er hann betur settur þar sem hann er. Við viljum ekki bera ábyrgð á því að framselja hann í hendur Bandaríkjamanna." Að sögn Ólafs er leiguvélin klár og getur farið í loftið á morgun. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er einn þeirra sem hefur milligöngu um komu Snowdens hingað til lands og hefur fylgst afar vel með gangi mála. Hann segir að um einstakt tækifæri sé að ræða þar sem þjóðin geti sýnt sínar allar bestu hliðar. Hjörtur Hjartarson ræddi við Kristinn sem staddur er á ráðstefnu í Ekvador seinni partinn í dag. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Þota í eigu fyrirtækis í Kína hefur verið tekin á leigu af aðilum tengdum Wikileaks til að flytja uppljóstrarann, Edward Snowden til Íslands. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðherra um hvort Snowden fái pólitískt hæli hérlendis. "Allt til reiðu hjá okkur og vélin gæti farið í loftið á morgun", segir fulltrúi frá Wikileaks. Edward Snowden er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann komst nýverið í heimsfréttirnar eftir að hafa upplýsti fjölmiðla um umfangsmiklar netnjósnir bandarískra yfirvalda. Í gegnum Kristinn Hrafnsson, talsmanns Wikileaks, lýsti Snowden yfir áhuga á að fá pólitískt hæli á Íslandi. Ef innanríkisráðherra tekur jákvætt í beiðni Snowden er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til Íslands á næstu dögum."Við erum í raun og veru bara búnir að því sem þarf að gera okkar megin. Það er búið að útvega flugvél og öll "logistic" eru klár. Nú bíðum við bara eftir því hvað ríkisstjórnin vill gera", segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, fulltrúi Wikileaks og stofnandi DataCell. Það kostar minnst 40 milljónir króna að flytja Snowden til Íslands, þar af er beinn kostnaður vegna þotunnar 30 milljónir. Framtakið er fjármagnað með framlögum einstaklinga en Wikileaks hefur milligöngu um málið. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðuneytinu um hvort Snowden fái hér pólitískt hæli. Ólafur Vignir segir ólíklegt er að Snowden komi til landsins áður en jákvæð svör berast þaðan. "Nei, ég held að það sé bara kjánalegt að fara með manninn hingað ef hann verður framseldur um leið til Bandaríkjanna. Þá er hann betur settur þar sem hann er. Við viljum ekki bera ábyrgð á því að framselja hann í hendur Bandaríkjamanna." Að sögn Ólafs er leiguvélin klár og getur farið í loftið á morgun. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er einn þeirra sem hefur milligöngu um komu Snowdens hingað til lands og hefur fylgst afar vel með gangi mála. Hann segir að um einstakt tækifæri sé að ræða þar sem þjóðin geti sýnt sínar allar bestu hliðar. Hjörtur Hjartarson ræddi við Kristinn sem staddur er á ráðstefnu í Ekvador seinni partinn í dag.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira