Edward Snowden er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann komst nýverið í heimsfréttirnar eftir að hafa upplýsti fjölmiðla um umfangsmiklar netnjósnir bandarískra yfirvalda. Í gegnum Kristinn Hrafnsson, talsmanns Wikileaks, lýsti Snowden yfir áhuga á að fá pólitískt hæli á Íslandi. Ef innanríkisráðherra tekur jákvætt í beiðni Snowden er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til Íslands á næstu dögum.

Það kostar minnst 40 milljónir króna að flytja Snowden til Íslands, þar af er beinn kostnaður vegna þotunnar 30 milljónir. Framtakið er fjármagnað með framlögum einstaklinga en Wikileaks hefur milligöngu um málið.
Beðið er viðbragða frá innanríkisráðuneytinu um hvort Snowden fái hér pólitískt hæli. Ólafur Vignir segir ólíklegt er að Snowden komi til landsins áður en jákvæð svör berast þaðan.
"Nei, ég held að það sé bara kjánalegt að fara með manninn hingað ef hann verður framseldur um leið til Bandaríkjanna. Þá er hann betur settur þar sem hann er. Við viljum ekki bera ábyrgð á því að framselja hann í hendur Bandaríkjamanna."
Að sögn Ólafs er leiguvélin klár og getur farið í loftið á morgun.
Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er einn þeirra sem hefur milligöngu um komu Snowdens hingað til lands og hefur fylgst afar vel með gangi mála. Hann segir að um einstakt tækifæri sé að ræða þar sem þjóðin geti sýnt sínar allar bestu hliðar. Hjörtur Hjartarson ræddi við Kristinn sem staddur er á ráðstefnu í Ekvador seinni partinn í dag.