Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar Freyr Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Fréttablaðið/Vilhelm „Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira