Undrandi á ræðu um lífrænan iðnað Valur Grettisson skrifar 27. september 2013 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sætir gagnrýni fyrir ræðu sína á fundinum umtalaða. Mynd/Atvinnuvegaraduneyti.is „Ég skil varla hvað hann var að gera þarna,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gló, um ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, sem hélt erindi á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins í síðustu viku. Þar var rætt um lífræna framleiðslu hér á landi og möguleika íslenskra afurða í Bandaríkjunum. Meðal gesta voru Julia Obic, framkvæmdastjóri Whole Foods í Bandaríkjunum, og John Blair Gordon frá Natway. Ræða ráðherra á fundinum hefur verið gagnrýnd af ýmsum fulltrúum lífrænnar matvælaframleiðslu. Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, birti grein á Facebook og segir meðal annars: „Skemmst er frá því að segja að hann […] bullaði bara eitthvað og sagði sögu af bóndakonu sem hefði boðið fólki í mat og allt hráefnið hefði verið ræktað á staðnum og talaði m.a. mikið um (villta) sveppi sem hún hefði fengið úr garðinum hjá sér og notað í máltíðina. Sögunni og erindinu lauk með þeim orðum að hann efaðist um að slíkur sjálfsþurftarbúskapur gæti fætt þjóðina.“Elías GuðmundssonOddný segir þetta sjónarmið lýsa töluverðu skilningsleysi á lífrænni ræktun. „Ég efast um að maðurinn hafi nokkra hugmynd um hvað lífrænn búskapur eða lífræn matvæli eru […],“ bætti hún svo við en svo virðist sem ráðherrann hafi ruglað saman sjálfþurftarbúskap og lífrænni framleiðslu. „Það er óhætt að segja að ræðan hans hafi valdið mér nokkrum vonbrigðum,“ segir dr. Gunnar Á. Gunnarsson um ræðu ráðherrans. Hann er framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, sem er ein helsta þjónustustofnun við framleiðendur lífrænna afurða á Íslandi. Hann tekur í sama streng og Elías og segir lengi hafa ríkt skilningsleysi hér á landi á þýðingu lífrænnar þróunar í matvælaframleiðslu. „En það hafa alltaf verið menn sem hafa talað fyrir lífrænni þróun með myndarlegum hætti, þótt þeir hafi ekki megnað að breyta stefnu stjórnvalda,“ bætir hann við. Þess má geta að innan við eitt prósent af íslenskum bændum er með vottun frá Túni og rúmlega eitt prósent alls nytjalands er vottað lífrænt, sem þýðir að lífræn framleiðsla á matvælum á Íslandi er með því minnsta sem gerist í samanburði við önnur Evrópulönd að sögn Gunnars.Af veiðimönnunum og bóndakonunni Hér er hluti úr ræðu Sigurðar Inga, sem var flutt á ensku: Það voru einu sinni þrír veiðimenn sem sátu í eldhúsinu hjá bændahjónum á Norðurlandi. Einn þeirra hældi súpu með lerkisveppum sem húsmóðirin bar fram. Veiðimaðurinn spurði: „Hvaðan eru þessir sveppir?“ „Úr garðinum okkar,“ svaraði hún og benti á nokkur sterkleg lerkitré þar sem sveppirnir sáust vaxa. Þegar húsmóðirin var spurð frekar út í uppruna góðgætisins sem á borð var borið kom í ljós að allt sem á borðum var hafði verið ræktað eða útbúið á býlinu, kartöflurnar, kjötið, sultan, salatið og jafnvel kryddið, sem hún hafði ræktað af umhyggju í blómapottum á veröndinni við bæinn. Síðan bætti hún við: „Reyndar er það svo á Íslandi að á haustin þurfum við ekki að kaupa neinn mat. Við borðum bara það sem á boðstólum er!“ Ég veit ekki hvort hin útsjónarsama bóndakona hafði slíka gnótt lerkisveppa að hún gæti þjónað stærri markaði en sinni nánustu fjölskyldu, en hún hafði greinilega nóg fyrir hana! Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ég skil varla hvað hann var að gera þarna,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gló, um ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, sem hélt erindi á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins í síðustu viku. Þar var rætt um lífræna framleiðslu hér á landi og möguleika íslenskra afurða í Bandaríkjunum. Meðal gesta voru Julia Obic, framkvæmdastjóri Whole Foods í Bandaríkjunum, og John Blair Gordon frá Natway. Ræða ráðherra á fundinum hefur verið gagnrýnd af ýmsum fulltrúum lífrænnar matvælaframleiðslu. Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, birti grein á Facebook og segir meðal annars: „Skemmst er frá því að segja að hann […] bullaði bara eitthvað og sagði sögu af bóndakonu sem hefði boðið fólki í mat og allt hráefnið hefði verið ræktað á staðnum og talaði m.a. mikið um (villta) sveppi sem hún hefði fengið úr garðinum hjá sér og notað í máltíðina. Sögunni og erindinu lauk með þeim orðum að hann efaðist um að slíkur sjálfsþurftarbúskapur gæti fætt þjóðina.“Elías GuðmundssonOddný segir þetta sjónarmið lýsa töluverðu skilningsleysi á lífrænni ræktun. „Ég efast um að maðurinn hafi nokkra hugmynd um hvað lífrænn búskapur eða lífræn matvæli eru […],“ bætti hún svo við en svo virðist sem ráðherrann hafi ruglað saman sjálfþurftarbúskap og lífrænni framleiðslu. „Það er óhætt að segja að ræðan hans hafi valdið mér nokkrum vonbrigðum,“ segir dr. Gunnar Á. Gunnarsson um ræðu ráðherrans. Hann er framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, sem er ein helsta þjónustustofnun við framleiðendur lífrænna afurða á Íslandi. Hann tekur í sama streng og Elías og segir lengi hafa ríkt skilningsleysi hér á landi á þýðingu lífrænnar þróunar í matvælaframleiðslu. „En það hafa alltaf verið menn sem hafa talað fyrir lífrænni þróun með myndarlegum hætti, þótt þeir hafi ekki megnað að breyta stefnu stjórnvalda,“ bætir hann við. Þess má geta að innan við eitt prósent af íslenskum bændum er með vottun frá Túni og rúmlega eitt prósent alls nytjalands er vottað lífrænt, sem þýðir að lífræn framleiðsla á matvælum á Íslandi er með því minnsta sem gerist í samanburði við önnur Evrópulönd að sögn Gunnars.Af veiðimönnunum og bóndakonunni Hér er hluti úr ræðu Sigurðar Inga, sem var flutt á ensku: Það voru einu sinni þrír veiðimenn sem sátu í eldhúsinu hjá bændahjónum á Norðurlandi. Einn þeirra hældi súpu með lerkisveppum sem húsmóðirin bar fram. Veiðimaðurinn spurði: „Hvaðan eru þessir sveppir?“ „Úr garðinum okkar,“ svaraði hún og benti á nokkur sterkleg lerkitré þar sem sveppirnir sáust vaxa. Þegar húsmóðirin var spurð frekar út í uppruna góðgætisins sem á borð var borið kom í ljós að allt sem á borðum var hafði verið ræktað eða útbúið á býlinu, kartöflurnar, kjötið, sultan, salatið og jafnvel kryddið, sem hún hafði ræktað af umhyggju í blómapottum á veröndinni við bæinn. Síðan bætti hún við: „Reyndar er það svo á Íslandi að á haustin þurfum við ekki að kaupa neinn mat. Við borðum bara það sem á boðstólum er!“ Ég veit ekki hvort hin útsjónarsama bóndakona hafði slíka gnótt lerkisveppa að hún gæti þjónað stærri markaði en sinni nánustu fjölskyldu, en hún hafði greinilega nóg fyrir hana!
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira