Málshöfðunin tilraun til þöggunar Hrund Þórsdóttir skrifar 21. júlí 2013 11:45 Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. samsett mynd Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“ Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“
Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25