Málshöfðunin tilraun til þöggunar Hrund Þórsdóttir skrifar 21. júlí 2013 11:45 Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. samsett mynd Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“ Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“
Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25