Málshöfðunin tilraun til þöggunar Hrund Þórsdóttir skrifar 21. júlí 2013 11:45 Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. samsett mynd Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“ Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Nú fyrir helgina stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli þeirra um að svo virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Þær hafa frest til morguns til að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Gunnar Ingi Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, segir svipaða atburðarás farna af stað eins og fyrir nokkrum árum, en þá hafi eigendur sambærilegra staða höfðað mál vegna svipaðra ummæla. Lögmaður VIP Club og Crystal hefur bent á að ummæli í þeim málum hafi verið dæmd dauð og ómerk en málin tvö sem um ræðir, sem snertu starfsemi staðarins Goldfinger, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn og unnust þar. „Íslenskir dómstólar hafa fjallað um sambærileg mál og mörk tjáningarfrelsis varðandi starfsemi sambærilegra staða en það hefur Mannréttindadómstóllinn líka gert og komist að þeirri niðustöðu að niðurstaða íslenskra dómstóla hafi brotið gegn grundvallarmannréttindum með því að takmarka um of tjáningarfrelsi,“ segir Gunnar, og bætir því við að ef íslenskir dómstólar ætli sér að taka mark á niðurstöðum Mannréttindadómstólsins ættu konurnar tvær sem stefnt er nú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málsóknum. „Þeir sem reka starfsemi sem þessa eru að útsetja sig fyrir umræðu og verða að þola umræðu um þessa staði alveg sama þó að hún sé óvægin.“ Gunnar segir umræðu um staði sem þessa í gangi í öllum löndum Evrópu. Hún eigi fullt erindi við almenning og margir hafi skoðun á því hvort starfsemin eigi að líðast í samfélaginu. „Þetta er mál sem á fullt og brýnt erindi við almenning og nauðsynlegt að það sé fjallað um það frá öllum hliðum og óhindrað og það verða þeir sem stunda þessa starfsemi að þola.“
Tengdar fréttir Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lögregla tók skýrslur af starfsfólki VIP Club Engin merki um meint vændi eða mansal að sögn lögmanns eigenda staðarins. 20. júlí 2013 12:25