Gaman að sjá Gísla Martein fá drullu yfir sig Kristjana Arnardóttir skrifar 17. júlí 2013 14:30 Gísli Marteinn Baldvinsson veigraði sér ekki við að taka þátt í drulluverkefninu. „Fólk hefur gaman að því að sjá einhvern eins og Gísla Martein fá drullu í andlitið,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn af skipuleggjendum Mýrarboltans sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Það hefur varla farið framhjá lesendum Vísis að aðstandendur Mýrarboltans hafa sett af stað góðgerðarátak í samstarfi við Vísi, Landsbankann, Avis og Carlsberg þar sem athygli er vakin á fjórum góðgerðarsamtökum með afar skemmtilegum hætti.Jón Páll Hreinsson.„Við byrjuðum á því að setja eina milljón í gjafafé í verkefnið og höfðum svo samband við Barnaheill, Þroskahjálp, MND-félagið og ADHD-samtökin. Um leið fengum við svo marga þekkta einstaklinga með í verkefnið og þeir samþykktu að láta kasta drullu framan í sig og um leið vekja athygli á góðgerðarsamtökunum. Svo getur fólk farið inn á slóðina visir.is/drullastu og valið á milli samtakanna og ákveðið hvert milljónin fer,“ segir Jón Páll. Hann segir góðgerðarátakið vera eins konar „crowdfunding“, en það er þegar hver og einn einstaklingur getur haft áhrif á það hvernig góðgerðarsjóður skiptist á milli góðgerðarsamtaka. Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu en þar má meðal annars nefna þau Friðrik Dór, Gísla Martein og Hildi Lilliendahl. „Við reyndum að fá svona þverskurð af áhrifamiklu fólki í samfélaginu til að vekja athygli á góðgerðarmálum á nýstárlegan hátt,“ segir Jón Páll. Það mun svo skýrast á sjálfum Mýrarboltanum hvernig milljóninni verður ráðstafað. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem Gísli Marteinn fær drulluna yfir sig. Fleiri myndbönd má sjá á Vísir Sjónvarp.Taktu þátt hér! Mýrarboltinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
„Fólk hefur gaman að því að sjá einhvern eins og Gísla Martein fá drullu í andlitið,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn af skipuleggjendum Mýrarboltans sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Það hefur varla farið framhjá lesendum Vísis að aðstandendur Mýrarboltans hafa sett af stað góðgerðarátak í samstarfi við Vísi, Landsbankann, Avis og Carlsberg þar sem athygli er vakin á fjórum góðgerðarsamtökum með afar skemmtilegum hætti.Jón Páll Hreinsson.„Við byrjuðum á því að setja eina milljón í gjafafé í verkefnið og höfðum svo samband við Barnaheill, Þroskahjálp, MND-félagið og ADHD-samtökin. Um leið fengum við svo marga þekkta einstaklinga með í verkefnið og þeir samþykktu að láta kasta drullu framan í sig og um leið vekja athygli á góðgerðarsamtökunum. Svo getur fólk farið inn á slóðina visir.is/drullastu og valið á milli samtakanna og ákveðið hvert milljónin fer,“ segir Jón Páll. Hann segir góðgerðarátakið vera eins konar „crowdfunding“, en það er þegar hver og einn einstaklingur getur haft áhrif á það hvernig góðgerðarsjóður skiptist á milli góðgerðarsamtaka. Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu en þar má meðal annars nefna þau Friðrik Dór, Gísla Martein og Hildi Lilliendahl. „Við reyndum að fá svona þverskurð af áhrifamiklu fólki í samfélaginu til að vekja athygli á góðgerðarmálum á nýstárlegan hátt,“ segir Jón Páll. Það mun svo skýrast á sjálfum Mýrarboltanum hvernig milljóninni verður ráðstafað. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem Gísli Marteinn fær drulluna yfir sig. Fleiri myndbönd má sjá á Vísir Sjónvarp.Taktu þátt hér!
Mýrarboltinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira