"Í þetta skipti gerði ég allt rangt" Boði Logason skrifar 2. júní 2013 15:36 „Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
„Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira