Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Karen Kjartansdóttir skrifar 21. júní 2013 20:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira