Meistaraleg tilviljun Betu beikon Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2013 12:00 Elísabet Ólafsdóttir er ein af þeim heppnu og fékk draumastarf hjá RÚV í meistaramánuði. mynd/gva Elísabet Ólafsdóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún tók fyrst þátt í meistaramánuði með háleit og skýr markmið. Hún segir meistaramánuðinn snúast um að gera fólk hamingjusamt og ánægt með sjálft sig og að markmiðin geti snúist um smákökubakstur til maraþonshlaups og allt þar á milli. „Meistaramánuðurinn gjörbreytti lífi mínu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, vefumsjónarkona hjá Ríkisútvarpinu. Elísabet var atvinnulaus þegar hún fyrst tók þátt í meistaramánuði árið 2011 og fékk draumastarfið á síðasta degi mánaðarins. „Ég hafði verið í atvinnuleit eftir fæðingarorlof og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að uppfylla markmið mín en eitt af þeim var að fá vinnu áður en meistaramánuður var úti. Þann 31. október, síðasta dag mánaðarins, bauðst mér svo draumastarfið en bókstaflega allir sem mig þekkja höfðu haft samband þegar sú atvinnuauglýsing birtist svo hún færi ekki fram hjá mér. Þannig var það kannski meistaraleg tilviljun að ég endaði í draumastarfinu á RÚV síðasta meistaradaginn og kannski ekki.“ Elísabet segist þegar hafa verið byrjuð að taka til í sjálfri sér þegar hún ákvað að taka þátt í meistaramánuði. „Ég fann að taktík meistaramánaðarins hentaði mér því það skiptir sköpum að skrifa niður markmið sín. Að vita hvað maður vill er nefnilega hálf leiðin, hvort sem fólk kallar það að biðja, „secret-a“ eða annað. Markmiðin þurfa þó að vera raunhæf og mikilvægt að ætla sér ekki um of,“ segir Elísabet, sem kveðst vera meistari að upplagi. Því hafi markmið hennar verið ólík markmiðum flestra sem taka þátt í meistaramánuði til að bæta lífsstílinn. „Ég er svo heppin að vera A-manneskja að eðlisfari. Ég reyki hvorki né drekk og vakna skælbrosandi klukkan hálfsjö á morgnana yfir því að kominn sé nýr dagur með fjölskyldunni. Það er dásamlegt að líða þannig, jafnvel þótt það hljómi svolítið væmið,“ segir Elísabet brosmild. Í fyrra setti hún sér meistaramarkmið um að vera frábær mamma, leika við barnið sitt, baka og vera húsfrú, og í ár ætlar hún að lesa inn á hljóðbækur og fleira sem setið hefur á hakanum. „Meistaramánuður snýst um að gera mann hamingjusaman og ánægðan með sjálfan sig. Markmið eru svo jafn ólík og fólkið er margt. Mánuðurinn snýst um að skoða hvar einstaklingurinn stendur, hvað hann vill og hvort hann geti náð þangað. Mér þótti uppörvandi að fylgjast með meistaramánuðinum á Facebook og sjá venjulegt fólk etja kappi við drauma sína, hvort sem það var að bjóða í kaffi og baka tvær sortir, hlaupa maraþon eða horfa á gott sjónvarp með poppi og kók.“ Elísabet er mörgum kunn undir viðurnefninu Beta rokk en segist nú vera kölluð Beta beikon. „Reyndar kom matur aldrei við sögu í meistaramánuði mínum því ég var löngu byrjuð að taka til í sjálfri mér og komin í 12 spora kerfi matarfíkla með afbragðs árangri. Svo lengi sem ég sleppi Snickers og fæ mitt beikon og egg hefur verið áreynslulítið að losna við fjörutíu kíló á fjórum árum.“ Meistaramánuður Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Elísabet Ólafsdóttir fékk draum sinn uppfylltan þegar hún tók fyrst þátt í meistaramánuði með háleit og skýr markmið. Hún segir meistaramánuðinn snúast um að gera fólk hamingjusamt og ánægt með sjálft sig og að markmiðin geti snúist um smákökubakstur til maraþonshlaups og allt þar á milli. „Meistaramánuðurinn gjörbreytti lífi mínu,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, vefumsjónarkona hjá Ríkisútvarpinu. Elísabet var atvinnulaus þegar hún fyrst tók þátt í meistaramánuði árið 2011 og fékk draumastarfið á síðasta degi mánaðarins. „Ég hafði verið í atvinnuleit eftir fæðingarorlof og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að uppfylla markmið mín en eitt af þeim var að fá vinnu áður en meistaramánuður var úti. Þann 31. október, síðasta dag mánaðarins, bauðst mér svo draumastarfið en bókstaflega allir sem mig þekkja höfðu haft samband þegar sú atvinnuauglýsing birtist svo hún færi ekki fram hjá mér. Þannig var það kannski meistaraleg tilviljun að ég endaði í draumastarfinu á RÚV síðasta meistaradaginn og kannski ekki.“ Elísabet segist þegar hafa verið byrjuð að taka til í sjálfri sér þegar hún ákvað að taka þátt í meistaramánuði. „Ég fann að taktík meistaramánaðarins hentaði mér því það skiptir sköpum að skrifa niður markmið sín. Að vita hvað maður vill er nefnilega hálf leiðin, hvort sem fólk kallar það að biðja, „secret-a“ eða annað. Markmiðin þurfa þó að vera raunhæf og mikilvægt að ætla sér ekki um of,“ segir Elísabet, sem kveðst vera meistari að upplagi. Því hafi markmið hennar verið ólík markmiðum flestra sem taka þátt í meistaramánuði til að bæta lífsstílinn. „Ég er svo heppin að vera A-manneskja að eðlisfari. Ég reyki hvorki né drekk og vakna skælbrosandi klukkan hálfsjö á morgnana yfir því að kominn sé nýr dagur með fjölskyldunni. Það er dásamlegt að líða þannig, jafnvel þótt það hljómi svolítið væmið,“ segir Elísabet brosmild. Í fyrra setti hún sér meistaramarkmið um að vera frábær mamma, leika við barnið sitt, baka og vera húsfrú, og í ár ætlar hún að lesa inn á hljóðbækur og fleira sem setið hefur á hakanum. „Meistaramánuður snýst um að gera mann hamingjusaman og ánægðan með sjálfan sig. Markmið eru svo jafn ólík og fólkið er margt. Mánuðurinn snýst um að skoða hvar einstaklingurinn stendur, hvað hann vill og hvort hann geti náð þangað. Mér þótti uppörvandi að fylgjast með meistaramánuðinum á Facebook og sjá venjulegt fólk etja kappi við drauma sína, hvort sem það var að bjóða í kaffi og baka tvær sortir, hlaupa maraþon eða horfa á gott sjónvarp með poppi og kók.“ Elísabet er mörgum kunn undir viðurnefninu Beta rokk en segist nú vera kölluð Beta beikon. „Reyndar kom matur aldrei við sögu í meistaramánuði mínum því ég var löngu byrjuð að taka til í sjálfri mér og komin í 12 spora kerfi matarfíkla með afbragðs árangri. Svo lengi sem ég sleppi Snickers og fæ mitt beikon og egg hefur verið áreynslulítið að losna við fjörutíu kíló á fjórum árum.“
Meistaramánuður Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira