Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2013 19:50 Bjarni Bjarnason rekur fyrirtækin Jöklajeppa og Ís og ævintýri. Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira