Leiða saman tónskáld og tónlistarflytjendur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 12:00 Guðný Þóra segir hátíðina upphaflega hafa sprottið af þörf fyrir fleiri námskeið. Fréttablaðið/Arnþór "Tónlistarhátíð unga fólksins hefur verið starfrækt í fimm ár en nú höfum við skipt pínulítið um áherslur og þess vegna breytt nafninu í Kammer – Tónlistarhátíð,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, ein forsvarskvenna hátíðarinnar. „Við hlúum að grasrótinni, gefum ungu fólki tækifæri til að koma fram og bjóðum upp á fjölda námskeiða fyrir þetta unga fólk til að víkka sjóndeildarhringinn.“ Í boði verða tólf opinberir tónleikar á tímabilinu 7. til 17. ágúst, fjögur málþing, fyrirlestrar og fjöldi námskeiða. En hver stendur fyrir þessu? „Við erum fjórar tónlistarkonur sem höfum staðið fyrir hátíðinni frá upphafi,“ segir Guðný Þóra. „Þetta er í rauninni bara einkaframtak. Við erum allar tónlistarkonur og í rauninni var þetta upphaflega til að svala ákveðinni þörf. Við fundum fyrir því að það var ekki alltaf hægt að rjúka til útlanda á námskeið til að auka við sig. Síðan við byrjuðum hefur framboðið á námskeiðum hins vegar aukist mikið, þannig að þetta hefur greinilega haft áhrif út í samfélagið, sem er sérlega ánægjulegt og ber að fagna.“ Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að leiða saman tónskáld og tónlistarflytjendur. „Mér hefur þótt vanta svolítið meira samtal á milli þessara aðila,“ segir Guðný Þóra. „Það hefur reyndar orðið mikil vakning varðandi nýja tónlist undanfarið, en það má alltaf gera betur.“ Um fjörutíu viðburðir verða á hátíðinni sem fer að mestu fram á Menningarreit Kópavogs og Salnum en auk þess í Hafnarhúsinu Tryggvagötu, Norræna húsinu og bílastæðahúsi Hörpu. Frekari upplýsingar má finna á www.musicfest.is. Menning Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Tónlistarhátíð unga fólksins hefur verið starfrækt í fimm ár en nú höfum við skipt pínulítið um áherslur og þess vegna breytt nafninu í Kammer – Tónlistarhátíð,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, ein forsvarskvenna hátíðarinnar. „Við hlúum að grasrótinni, gefum ungu fólki tækifæri til að koma fram og bjóðum upp á fjölda námskeiða fyrir þetta unga fólk til að víkka sjóndeildarhringinn.“ Í boði verða tólf opinberir tónleikar á tímabilinu 7. til 17. ágúst, fjögur málþing, fyrirlestrar og fjöldi námskeiða. En hver stendur fyrir þessu? „Við erum fjórar tónlistarkonur sem höfum staðið fyrir hátíðinni frá upphafi,“ segir Guðný Þóra. „Þetta er í rauninni bara einkaframtak. Við erum allar tónlistarkonur og í rauninni var þetta upphaflega til að svala ákveðinni þörf. Við fundum fyrir því að það var ekki alltaf hægt að rjúka til útlanda á námskeið til að auka við sig. Síðan við byrjuðum hefur framboðið á námskeiðum hins vegar aukist mikið, þannig að þetta hefur greinilega haft áhrif út í samfélagið, sem er sérlega ánægjulegt og ber að fagna.“ Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að leiða saman tónskáld og tónlistarflytjendur. „Mér hefur þótt vanta svolítið meira samtal á milli þessara aðila,“ segir Guðný Þóra. „Það hefur reyndar orðið mikil vakning varðandi nýja tónlist undanfarið, en það má alltaf gera betur.“ Um fjörutíu viðburðir verða á hátíðinni sem fer að mestu fram á Menningarreit Kópavogs og Salnum en auk þess í Hafnarhúsinu Tryggvagötu, Norræna húsinu og bílastæðahúsi Hörpu. Frekari upplýsingar má finna á www.musicfest.is.
Menning Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira