Björn dæmdur fyrir meiðyrði en sýknaður af miskabótakröfu 24. janúar 2013 16:44 Björn Bjarnason var sýknaður af skaðabótakröfu Jóns Ásgeirs þótt ummæli hans um Jón Ásgeir í bókinni hafi verið dæmd dauð og ómerk. Mynd/ GVA Hæstiréttur staðfesti í dag ómerkingu ummæla sem Björn Bjarnason viðhafði um Jón Ásgeir Jóhannesson í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var hins vegar sýknaður af bótakröfu. Málið snýst um það að Jón Ásgeir höfðaði mál á hendur Birni og krafðist ómerkingu tiltekinna ummæla sem birtust um hann í bókinni, en bókin fjallaði Baugsmálið. Í bókinni fullyrti Björn að Jón Ásgeir hefði verið dæmdur fyrir fjárdrátt, en það er rangt. Eftir útgáfu bókarinnar hafði lögmaður Jóns Ásgeirs ritað bréf til Björns þar sem bent var á rangfærslur í bókinni að því er varðaði Jón Ásgeir og í kjölfarið birti Björn afsökunarbeiðni og leiðréttingu á heimasíðu sinni og í dagblaði auk þess sem texta bókarinnar var lítillega breytt í 2. prentun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ummæli þau sem ómerkt hefðu verið í héraðsdómi hefðu verið röng og óviðurkvæmileg og hefðu eintök bókarinnar ekki verið innkölluð. Var niðurstaða héraðsdóms um ómerkingu ummælanna því staðfest. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á kröfu Jóns Ásgeirs um miskabætur úr hendi Björns þar sem ekki yrði talið að ummælin, að teknu tilliti til leiðréttingar og opinberrar afsökunarbeiðni Björns og stöðu Jóns Ásgeirs og þátttöku hans í opinberri umræðu um málefnið, hefðu slík áhrif á persónu og æru Jóns Ásgeirs að fullnægt væri skilyrðum fyrir skaðabótakröfu. Þá var ekki fallist á kröfu Jóns Ásgeirs um að Björn greiddi honum kostnað vegna birtingar dóms í málinu. Í dómnum segir: „Verður að telja að hin ómerktu ummæli hafi upphaflega verið sett fram vegna mistaka áfrýjanda. Verður ekki talið að hin ómerktu ummæli, að teknu tilliti til leiðréttingar og opinberrar afsökunarbeiðni áfrýjanda og stöðu stefnda og þátttöku hans í opinberri umræðu um málefnið, hafi slík áhrif á persónu og æru stefnda að fullnægt sé skilyrðum (...) til að dæma honum miskabætur úr hendi áfrýjanda.“ Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Björn til að greiða Jóni samtals 400 þúsund krónur, í miskabætur og fyrir birtingu dómsins, auk þess sem Björn var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 500 þúsund krónur í málskostnað. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag ómerkingu ummæla sem Björn Bjarnason viðhafði um Jón Ásgeir Jóhannesson í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var hins vegar sýknaður af bótakröfu. Málið snýst um það að Jón Ásgeir höfðaði mál á hendur Birni og krafðist ómerkingu tiltekinna ummæla sem birtust um hann í bókinni, en bókin fjallaði Baugsmálið. Í bókinni fullyrti Björn að Jón Ásgeir hefði verið dæmdur fyrir fjárdrátt, en það er rangt. Eftir útgáfu bókarinnar hafði lögmaður Jóns Ásgeirs ritað bréf til Björns þar sem bent var á rangfærslur í bókinni að því er varðaði Jón Ásgeir og í kjölfarið birti Björn afsökunarbeiðni og leiðréttingu á heimasíðu sinni og í dagblaði auk þess sem texta bókarinnar var lítillega breytt í 2. prentun. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ummæli þau sem ómerkt hefðu verið í héraðsdómi hefðu verið röng og óviðurkvæmileg og hefðu eintök bókarinnar ekki verið innkölluð. Var niðurstaða héraðsdóms um ómerkingu ummælanna því staðfest. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á kröfu Jóns Ásgeirs um miskabætur úr hendi Björns þar sem ekki yrði talið að ummælin, að teknu tilliti til leiðréttingar og opinberrar afsökunarbeiðni Björns og stöðu Jóns Ásgeirs og þátttöku hans í opinberri umræðu um málefnið, hefðu slík áhrif á persónu og æru Jóns Ásgeirs að fullnægt væri skilyrðum fyrir skaðabótakröfu. Þá var ekki fallist á kröfu Jóns Ásgeirs um að Björn greiddi honum kostnað vegna birtingar dóms í málinu. Í dómnum segir: „Verður að telja að hin ómerktu ummæli hafi upphaflega verið sett fram vegna mistaka áfrýjanda. Verður ekki talið að hin ómerktu ummæli, að teknu tilliti til leiðréttingar og opinberrar afsökunarbeiðni áfrýjanda og stöðu stefnda og þátttöku hans í opinberri umræðu um málefnið, hafi slík áhrif á persónu og æru stefnda að fullnægt sé skilyrðum (...) til að dæma honum miskabætur úr hendi áfrýjanda.“ Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Björn til að greiða Jóni samtals 400 þúsund krónur, í miskabætur og fyrir birtingu dómsins, auk þess sem Björn var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 500 þúsund krónur í málskostnað.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira