„Það er áfall að fá þessar fréttir“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 13:08 Sjónvarpsmaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár. „Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
„Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira