„RÚV á ekki að vera allt fyrir alla alltaf“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 15:25 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það hafi staðið til í nokkrun tíma að starfsfólki yrði sagt upp á RÚV. Hann vill nota fjármagn sem átti að fara til RÚV í háskólana hér á landi. Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Illugi að síðastliðið vor hafi verið tekin ákvörðun um að takmarka það rými sem RÚV fær á auglýsingamarkaði, og í staðinn átti að bæta það með 215 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði. Í fjárlögum þessa árs hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að uppfylla ekki framlagið til RÚV að fullu. „Ég hef sagt það, og lagt það til, að ég vil frekar nota þessa upphæð, þessar 215 milljónir, í háskólana okkar því þar er gríðarlegur vandi. Það er erfið ákvörðun en ég held að hún sé óumflýjanleg,“ segir hann. „Þetta snýst um forgangsröðun og við þurfum að taka svona ákvarðanir.“ Þá segist hann gera sér grein fyrir því að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Ríkisútvarpið að bregðast við þessum minni fjárframlögum. „Við erum að sjá það í dag hver niðurstaðan er. Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma og menn hafa verið að undirbúa sig undir það að takast á við þessa stöðu,“ segir hann. Þá spurði hann þá Frosta og Mána, stjórnendur Harmageddon, hvort að það væri hlutverk RÚV að vera í samkeppni við aðra fjölmiðla um afþreyingarefni eða hvort að það væri eitthvað annað? „Mín afstaða er þessi: RÚV á að horfa til þess að það sé ákveðin fjölbreytni í efni á markaðnum, með öðrum orðum það á ekki að reyna að vera allt fyrir alla alltaf. Það á að horfa á hvað markaðurinn getur gert og hverju hann á að sinna.“ Viðtalið við Illuga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan eða á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira