„Þetta slys er bara framhald af okkar ævintýri hér á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 16:52 Anne Burnett og Teo Waters á kaffistofunni við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum fyrr í dag. mynd / valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Rútan ók mjög hægt alla leiðina og það tók rútuna einhvern veginn rosalega langan tíma að velta,“ segir Ted Waters, bandarískur ferðamaður, í samtali við Vísi en öllum farþegum rúturnar var komið fyrir í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli eftir slysið. „Maður var lengi að átta sig á því að við vorum í raun að velta en þetta gerðist svo hægt og í raun var þetta ekki mikið mál fyrir okkur í rútunni.“ Þegar svona slys eiga sér stað grípur oft um sig ákveðin geðshræring hjá farþegum en það var greinilega ekki tilfellið í dag. „Það magnaðasta við þetta allt saman var hversu rólegir farþegarnir voru eftir að rútan fór á hliðina,“ segir Anne Burnett, eiginkona Ted, í samtalið við blaðamann Vísis. „Við vorum heppin og vorum með öryggisbelti á okkur en rútubílstjórinn hafði sagt við alla farþegar rétt fyrir slysið að spenna beltin. Það voru nokkrir sem fóru ekki eftir fyrirmælum bílstjórans og voru flutt með sjúkrabíl eftir að hafa slasast smávægilega.“ Hjónin eru í sinni fyrstu heimsókn á Íslandi og ætla svo sannarlega að koma aftur. „Við höfum haft gaman af því að vera hér og sjá þetta fallega land. Þetta atvik var í raun bara bónus fyrir okkur og í raun enn eitt ævintýrið.“ Veður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Rútan ók mjög hægt alla leiðina og það tók rútuna einhvern veginn rosalega langan tíma að velta,“ segir Ted Waters, bandarískur ferðamaður, í samtali við Vísi en öllum farþegum rúturnar var komið fyrir í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli eftir slysið. „Maður var lengi að átta sig á því að við vorum í raun að velta en þetta gerðist svo hægt og í raun var þetta ekki mikið mál fyrir okkur í rútunni.“ Þegar svona slys eiga sér stað grípur oft um sig ákveðin geðshræring hjá farþegum en það var greinilega ekki tilfellið í dag. „Það magnaðasta við þetta allt saman var hversu rólegir farþegarnir voru eftir að rútan fór á hliðina,“ segir Anne Burnett, eiginkona Ted, í samtalið við blaðamann Vísis. „Við vorum heppin og vorum með öryggisbelti á okkur en rútubílstjórinn hafði sagt við alla farþegar rétt fyrir slysið að spenna beltin. Það voru nokkrir sem fóru ekki eftir fyrirmælum bílstjórans og voru flutt með sjúkrabíl eftir að hafa slasast smávægilega.“ Hjónin eru í sinni fyrstu heimsókn á Íslandi og ætla svo sannarlega að koma aftur. „Við höfum haft gaman af því að vera hér og sjá þetta fallega land. Þetta atvik var í raun bara bónus fyrir okkur og í raun enn eitt ævintýrið.“
Veður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira