Æðsta dyggðin var að þræla sér út Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:00 Börkur er blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður en segir það ekki teljast til vinnu í augum karlmannanna sem hann ólst upp með. Fréttablaðið/GVA Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“ Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira