Vonbrigði á Tálknafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2013 14:59 Borinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða á borstað í Tálknafirði. Mynd/Egill Aðalsteinsson. Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum algjörlega sannfærð um að við myndum finna þarna gnægð af heitu vatni," sagði Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, í samtali við fréttastofu 365. Hreppsnefndin ákvað á fundi í gærkvöldi, að tillögu Hauks Jóhannessonar jarðfræðings, að láta staðar numið en borinn var þá kominn niður á 1.400 metra dýpi. Góður hiti reyndist í holunni, um 70 gráður, en nánast ekkert heitt vatn kom upp, eða aðeins um tveir sekúndulítrar. Holan var boruð skammt frá Stóra-Laugardal, um fimm kílómetrum vestan við þorpið. Þar er heit laug og önnur borhola, sem þegar gefur um 40 sekúndulítra af 38 stiga heitu vatni. Það nýtist til að kynda sundlaug Tálknafjarðar og grunnskólann á Sveinseyri. Vonast hafði verið til að með borun fyndist nægt vatn til viðbótar til að leggja hitaveitu í öll hús þorpsins. Eyrún segir að nú verði skoðað hvort heita vatnið, sem þegar sé til staðar, geti dugað með varmaskiptum í hitaveitu. Sú hola sé metin upp á 1,5 megvött og eitt megavatt gæti nægt til að kynda þorpið. Tengdar fréttir Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera. 31. maí 2013 19:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum algjörlega sannfærð um að við myndum finna þarna gnægð af heitu vatni," sagði Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, í samtali við fréttastofu 365. Hreppsnefndin ákvað á fundi í gærkvöldi, að tillögu Hauks Jóhannessonar jarðfræðings, að láta staðar numið en borinn var þá kominn niður á 1.400 metra dýpi. Góður hiti reyndist í holunni, um 70 gráður, en nánast ekkert heitt vatn kom upp, eða aðeins um tveir sekúndulítrar. Holan var boruð skammt frá Stóra-Laugardal, um fimm kílómetrum vestan við þorpið. Þar er heit laug og önnur borhola, sem þegar gefur um 40 sekúndulítra af 38 stiga heitu vatni. Það nýtist til að kynda sundlaug Tálknafjarðar og grunnskólann á Sveinseyri. Vonast hafði verið til að með borun fyndist nægt vatn til viðbótar til að leggja hitaveitu í öll hús þorpsins. Eyrún segir að nú verði skoðað hvort heita vatnið, sem þegar sé til staðar, geti dugað með varmaskiptum í hitaveitu. Sú hola sé metin upp á 1,5 megvött og eitt megavatt gæti nægt til að kynda þorpið.
Tengdar fréttir Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera. 31. maí 2013 19:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera. 31. maí 2013 19:45