Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2013 19:45 Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera og bíða heimamenn nú milli vonar og ótta um hvort vatnið finnist. Borinn Nasi, sem heitir svo eftir að hann féll á trýnið við uppskipun, hefur undanfarna tvo mánuði verið að bora eftir heitu vatni í utanverðum Tálknafirði. Bormennirnir þrír frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, þeir Bergþór Hermannsson, Elías Rúnar Elíasson og Kjartan Þorvarðarson, eru þeir sem Tálknfirðingar fylgjast hvað best með þessa dagana. Borstjórinn Kjartan segir Tálknfirðinga heimsækja þá oft á dag til að forvitnast um hvernig gangi. Sveitarstjórinn Indriði Indriðason er eins og grár köttur í kringum þá enda hver bordagur dýr. Allt þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum og er búið að setja upp sérstaka fréttasíðu á facebook til að miðla upplýsingum af gangi borsins. Bormennirnir eru komnir niður á 1.200 metra dýpi, það sem upphaflega átti að bora niður á, en heita vatnið hefur ekki enn fundist. Mikið er í húfi, hitaveita fyrir 300 manna samfélag, sem búið hefur við dýra rafmagnskyndingu, segir sveitarstjórinn að ætlunin sé að bora enn dýpra, hugsanlega niður á 1.500 metra. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera og bíða heimamenn nú milli vonar og ótta um hvort vatnið finnist. Borinn Nasi, sem heitir svo eftir að hann féll á trýnið við uppskipun, hefur undanfarna tvo mánuði verið að bora eftir heitu vatni í utanverðum Tálknafirði. Bormennirnir þrír frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, þeir Bergþór Hermannsson, Elías Rúnar Elíasson og Kjartan Þorvarðarson, eru þeir sem Tálknfirðingar fylgjast hvað best með þessa dagana. Borstjórinn Kjartan segir Tálknfirðinga heimsækja þá oft á dag til að forvitnast um hvernig gangi. Sveitarstjórinn Indriði Indriðason er eins og grár köttur í kringum þá enda hver bordagur dýr. Allt þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum og er búið að setja upp sérstaka fréttasíðu á facebook til að miðla upplýsingum af gangi borsins. Bormennirnir eru komnir niður á 1.200 metra dýpi, það sem upphaflega átti að bora niður á, en heita vatnið hefur ekki enn fundist. Mikið er í húfi, hitaveita fyrir 300 manna samfélag, sem búið hefur við dýra rafmagnskyndingu, segir sveitarstjórinn að ætlunin sé að bora enn dýpra, hugsanlega niður á 1.500 metra.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira