Kæra Miley Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Hættu nú alveg. Ég er engin tepra en þessi tunga drepur mig! NORDICPHOTOS/GETTY Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur! Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Það eru afskaplega fáir í þessum heimi sem geta gert mig reiða. Vissulega verð ég oft pirruð en ofsareiði, hatur og fyrirlitning eru tilfinningar sem ég finn örsjaldan fyrir. Hins vegar finn ég þessar tilfinningar fylla allar æðar mínar er ég sé tiltekna poppstjörnu – sjálfa Miley Cyrus. Mér finnst leiðinlegt að hata fólk þannig að ég gaf henni séns. Reyndi að sjá í gegnum allt „twerkið“, magabolina og skrílslætin. Þarna væri bara lítil stúlka sem væri að öskra á athygli. Ég skildi líka ekki almennilega hvaðan þetta hatur mitt kom. Fyrr en ég horfði á heimildarmyndina Miley: The Movement, þar sem söngkonan hleypti kvikmyndagerðarmönnum inn í líf sitt og dró ekkert undan. Þar birtist mér allt önnur Miley. Mikilmennskubrjálæðis-Miley. Pía sem varla er byrjuð á blæðingum en heldur samt að hún stjórni heiminum. Pía sem mætir fárveik á hljómsveitaræfingu í magabol. Hóstar úr sér lungunum en tekur ekki í mál að splæsa í rúllukraga. Guð hjálpi okkur frá því hylja líkama okkar! Pía sem kastar sér í gólfið eins og lítill krakki ef hún fær ekki það sem hún vill.Samt fattaði ég ekki þetta stjórnlausa hatur mitt alveg strax. Fannst hún vissulega vera fáviti en hver er það ekki á vondum degi? Svo kom að því. Ég sá ljósið. Í myndinni tók Miley lagið Jolene, sem Dolly Parton gerði frægt, órafmagnað í bakgarðinum heima hjá sér. Þvílík rödd! Þá rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei hlustað almennilega á Miley. Öll dólgslætin og sleggjusleikingarnar byrgðu mér sýn. Þess vegna er ég reið út í hana. Ég þoli ekki að hún geti ekki bara treyst á hæfileika sína því hún er í raun undrabarn. Ég fyllist reiði þegar ég sé hana í enn eitt skiptið troða upp í níðþröngum undirfötum. Ég hata að hún þurfi að reka út úr sér tunguna í hvert einasta sinn sem hún sér myndavélarflass. Þannig að, kæra Miley, nennirðu að fara að haga þér eins og manneskja? Annars verðurðu mikilmennskubrjálæðinu að bráð og heimurinn fær ekki að njóta þess sem þú átt inni – því það er nefnilega helvítis hellingur!
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira