Snowden vill hæli en ráðherrar svara ekki Stígur Helgason skrifar 18. júní 2013 08:30 Edward Snowden hefur farið huldu höfði í Hong Kong frá því nokkru áður en fréttirnar birtust. Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira