Skilaboð frá Snowden Kristinn Hrafnsson skrifar 18. júní 2013 07:00 Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar