Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda Helga Arnardóttir skrifar 5. maí 2013 13:02 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira