Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Brjánn Jónasson skrifar 5. nóvember 2013 06:15 Fjölmargir Íslendingar eru í námi erlendis, til dæmis við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Nordicphotos/AFP Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira