Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. desember 2013 19:41 Kristinn fullyrðir að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“ Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“
Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32