Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. desember 2013 19:41 Kristinn fullyrðir að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“ Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“
Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32