Kindur staðnar að verki við spóaeggjaát 23. mars 2013 07:00 Þetta lamb náðist á mynd að gæða sér á eggjum úr spóahreiðri. Þetta er þekkt fyrirbæri en hér á landi hefur ekki verið rannsakað til hlítar hve stórtæk sauðkindin er í eggjaáti. Myndir/Borgný Katrínardóttir Þótt margir eigi eflaust bágt með að trúa því upp á íslensku sauðkindina bendir flest til að hún bæti upp hina hefðbundnu grastuggu með því að sækja nokkuð í að éta egg úr hreiðrum fugla. Líffræðingur segir heildstæðar rannsóknir skorta en margt bendi til þess að slíkt gæti verið nokkuð algengt. Sauðkindin hefur um árabil verið talin meðal áhrifavalda í gróðureyðingu á hálendinu og ágangi stofnsins verið kennt um skemmdir á trjáplöntum, en afrán úr hreiðrum hefur ekki verið rannsakað til hlítar hér á landi þó að skrásettar heimildir séu til um slíkt, í það minnsta rúma tvo áratugi aftur í tímann. Borgný Katrínardóttir líffræðingur skrifaði meistaraverkefni á síðasta ári þar sem umfjöllunarefnið var vistfræði spóa, en á meðan á rannsókninni stóð voru settar upp hreyfinæmar myndavélar við spóahreiður. Náðust þar á mynd þrettán afránstilfelli, þar sem einu eða fleiri eggjum var rænt, og reyndust kindur að verki í sjö af þessum þrettán tilfellum. Tófan var sek í einu tilviki, kjói í þremur og hestar í tveimur. Spurð hvort af þessu megi ráða að kindur séu skæðar í afráni á hreiðrum segir Borgný að lítið sé vitað um málið en áhugavert væri að rannsaka það nánar. „Það kom mér á óvart að kindur hefðu verið að verki í svo mörgum tilfellum og þetta gæti verið algengara en maður hefði haldið. Það væri fróðlegt að skoða þetta í stærra samhengi,“ segir Borgný. „Það var reyndar nokkuð mikið af kindum á rannsóknarsvæðunum mínum og því ef til vill meiri líkur á að þær rækjust á hreiður. En ef svo ber undir virðast þær stundum leggja sér egg til munns. Egg eru auðvitað fyrirtaksfæða!“ Hún bætir því við að afrán kinda úr fuglahreiðrum sé einnig þekkt erlendis, þar sem meðal annars hafi komið í ljós að kindur á Hjaltlandseyjum stunda umfangsmikið afrán í kríuhreiðrum og éta þaðan unga. Er það talið tengjast steinefnaskorti. Þrátt fyrir að fyrir liggi að kindur sæki í að éta egg úr hreiðrum er alls óljóst hvort þær hafi mælanleg áhrif á fuglastofna. Borgný segir erfitt að fullyrða nokkuð í þeim efnum án frekari rannsókna. „En miðað við mínar niðurstöður gætu áhrif á varp verið umtalsverð á svæðum þar sem mikið er um sauðfé.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þótt margir eigi eflaust bágt með að trúa því upp á íslensku sauðkindina bendir flest til að hún bæti upp hina hefðbundnu grastuggu með því að sækja nokkuð í að éta egg úr hreiðrum fugla. Líffræðingur segir heildstæðar rannsóknir skorta en margt bendi til þess að slíkt gæti verið nokkuð algengt. Sauðkindin hefur um árabil verið talin meðal áhrifavalda í gróðureyðingu á hálendinu og ágangi stofnsins verið kennt um skemmdir á trjáplöntum, en afrán úr hreiðrum hefur ekki verið rannsakað til hlítar hér á landi þó að skrásettar heimildir séu til um slíkt, í það minnsta rúma tvo áratugi aftur í tímann. Borgný Katrínardóttir líffræðingur skrifaði meistaraverkefni á síðasta ári þar sem umfjöllunarefnið var vistfræði spóa, en á meðan á rannsókninni stóð voru settar upp hreyfinæmar myndavélar við spóahreiður. Náðust þar á mynd þrettán afránstilfelli, þar sem einu eða fleiri eggjum var rænt, og reyndust kindur að verki í sjö af þessum þrettán tilfellum. Tófan var sek í einu tilviki, kjói í þremur og hestar í tveimur. Spurð hvort af þessu megi ráða að kindur séu skæðar í afráni á hreiðrum segir Borgný að lítið sé vitað um málið en áhugavert væri að rannsaka það nánar. „Það kom mér á óvart að kindur hefðu verið að verki í svo mörgum tilfellum og þetta gæti verið algengara en maður hefði haldið. Það væri fróðlegt að skoða þetta í stærra samhengi,“ segir Borgný. „Það var reyndar nokkuð mikið af kindum á rannsóknarsvæðunum mínum og því ef til vill meiri líkur á að þær rækjust á hreiður. En ef svo ber undir virðast þær stundum leggja sér egg til munns. Egg eru auðvitað fyrirtaksfæða!“ Hún bætir því við að afrán kinda úr fuglahreiðrum sé einnig þekkt erlendis, þar sem meðal annars hafi komið í ljós að kindur á Hjaltlandseyjum stunda umfangsmikið afrán í kríuhreiðrum og éta þaðan unga. Er það talið tengjast steinefnaskorti. Þrátt fyrir að fyrir liggi að kindur sæki í að éta egg úr hreiðrum er alls óljóst hvort þær hafi mælanleg áhrif á fuglastofna. Borgný segir erfitt að fullyrða nokkuð í þeim efnum án frekari rannsókna. „En miðað við mínar niðurstöður gætu áhrif á varp verið umtalsverð á svæðum þar sem mikið er um sauðfé.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent