Innlent

Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóðin

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslendingar eru í níunda sæti á lista OECD yfir hamingjusömustu þjóðirnar. Árið 2009 tróndi Ísland á toppi listans.
Íslendingar eru í níunda sæti á lista OECD yfir hamingjusömustu þjóðirnar. Árið 2009 tróndi Ísland á toppi listans. MYND/GETTY

Samkvæmt nýjustu tölum OECD Better Life Index eru Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóð í heimi. Ástralir hrepptu fyrsta sætið þriðja árið í röð en fast á hæla þeirra komu Svíþjóð og Kanada.



Lífsgæðakönnun OECD er gerð í 36 löndum sem flokkast undir þróuð iðnríki. Í könnuninni er meðal annars tekið tillit til menntunar, tekna, starfa, öryggis, heilsufars og dánaraldurs.



Árið 2009 tróndu Íslendingar á toppi listans en eru nú óhamingjusamari en nágrannalöndin Svíþjóð, Noregur og Danmörk. Á vef OECD kemur fram að Íslendingar séu langt yfir meðallagi hamingjusamir, þeir vinna færri tíma á ári en flestar aðrar þjóðir og lífslíkur þeirra eru jafn háar og Ástrala, eða 82 ár. Samkvæmt OECD eru 87% Íslendinga eru almennt jákvæðir og ánægðir með líf sín. Aftur á móti er tekið fram að eru árstekjur Íslendinga séu undir meðaltali miðað við hin OECD löndin.



Hægt er að lesa meira um hamingjustuðul Íslendinga á vefsíðu OECD.

 

Topp tíu löndin á lista OECD eru:

Ástralía

Svíþjóð

Kanada

Noregur

Sviss

Bandaríkin

Danmörk

Holland

Ísland

Bretland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×