Svarti markaðurinn nötrar Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2013 13:37 Þeir sem keyptu miða með það fyrir augum að selja aftur gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði, segir Magnús Þór Torfason hagfræðingur. Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að næla sér í miða á landsleik Íslands og Króatíu á föstudaginn, þegar þeir fóru í sölu á netinu um miðja nótt eins og mikið hefur verið um fjallað og selja á svörtum markaði, gætu farið flatt á því. Óopinber uppboðsvefur svartamarkaðsbraskara á Íslandi er bland.is. Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á landsleikinn á föstudaginn en nú virðist það vera að snúast og sem veður gerist válynd, í orðins fyllstu merkingu. Veðurspá fyrir föstudaginn er vond; hávaðarok, úrkoma og kuldi. Og nú eru farnir að sjást miðar til sölu á bland.is í auknara mæli en verið hefur. Miðarnir voru seldir á 1500 til 3.500 krónur en síðan hafa heyrst sögur um að þeir hafi verið falir á allt að 35 þúsund krónur. Magnús Þór Torfason hagfræðingur, en hann er aðstoðarprófessor við Harvard, segir svarta markaðinn lúta að verulegu leyti sömu lögmálum og sá hefðbundni; nema þar liggja fyrir meiri upplýsingar og því sveiflur ekki eins miklar alla jafna. „Í svartamarkaðsaðstæðum, eins og almennt þar sem minni upplýsingar eru fyrirliggjandi, geta verið miklu meiri hreyfingar og hraðari. Sérstaklega þar sem viðskipti eru strjál,“ segir Magnús. Og það má þá ímynda sér þær aðstæður að þeir sem keyptu verulegt magn af miðum, hafa setið á þeim með það fyrir augum að selja á hærra verði, brenni hreinlega inni með þá? „Þeir gætu brunnið inni með þá eða neyðast til að selja þá á mjög lágu verði. Það gerist mjög oft þar sem mikið um endursölu á miðum, ef maður er tilbúinn að bíða fram á síðustu stund með að kaupa miða, er mjöguleiki á að fá þá á mjög góðu verði. Sérstaklega eftir að leikurinn er byrjaður. Þá standa menn, sem standa í þessu, fyrir utan og selja miðana í mikilli örvæntingu. Það fylgir þessu. Þetta er eins og með annan markað; menn sem reyna að græða voðalega mikið – þeir geta líka lent í því að tapa.“ Til stendur að leika á föstudag en til greina kemur að færa leikinn á laugardag ef veður verður algerlega brjálað. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsti því í viðtali við Valtý Björn í vondu veðri á Laugardalsvellinum.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira